top of page

Mismunandi gerðir stjarna

Stjörnur

Flestar stjörnur sem við sjáum á himni eru risavaxnir hnettir úr glóandi gasi – sólir.

Þeim er skipt í fimm flokka: Nifteindastjörnur eru minnstar, síðan koma hvítir dvergar, meðalstórar stjörnur (sólin okkar), risar sem eru 10-100 sinnum stærri en sólin okkar en eru samt smáir í samanburði við reginrisa.

 

Hvítir dvergar

Hvítir dvergar eru daufar og þéttar stjörnurá stærð við jörðina en álíka massamiklar og sólin. Hvítir dvergar marka endalok þróunarsögu flestra stjarna í alheiminum. Þegar sólin okkar hefur náð lokastiginu í þróunarsögu sinni endar hún ævi sína sem hvítur dvergur og löngu síðar svartur dvergur.

 

Frumstjörnur

myndast úr ryki og gasi sem er í geimþokum og þéttist alveg þangað til að hitinn í henni er nokkrar milljón gráður Þá verður kjarnasamruni=vetni ---> helín. Við hann losnar gífurleg orka, stjarna hefur myndast. Þróun hennar ræðst af massanum.

 

strjörnuþyrpingar

Stjörnuþyrping er hópur stjarna sem haldast saman á litlu svæði vegna þyngdaraflsins.

 

Tvístirni

Tvístirni er stjörnukerfi sem inniheldur tvær stjörnur sem snúast hvor um aðra. Brautir þeirra eru sporbaugar með massamiðju stjarnanna í öðrum brennipunkti.

 

Nýstirni

Nýstirni eru stjörnur sem margfalda birtu sína allt að 100.000 sinnum á klst. eða dögum en dofna svo hægt og hægt.

 

sprengistjörnur

Sprengistjörnur eru gríðarlega öflugar sprengingar mjög massamikilla stjarna. Vísindamenn telja að allar stjörnur sem upphaflega eru um 8 sólarmassar eða meira endi ævi sína í slíkum hamförum

 

 

Stjörnur eru einnig flokkaðar eftir yfirborðshitastigi og eru helstu flokkar auðkenndir með bókstöfunum O, B, A, F, G, K og M. O-stjörnur eru heitastar en M-stjörnur kaldastar. O stjörnur eru bláar, B-stjörnur bláhvítar, A-stjörnur hvítar, F-stjörnur gulhvítar, G-stjörnur gular, K-stjörnur rauðgular og M-stjörnur rauðar. Sólin okkar er G-stjarna.

 

bottom of page