top of page

Stjörnusjónaukar

 

Linsujónauki

Safna ljósi með viðfangsgleri of beina í mynd aftast sem augnglerið stækkar og varpar inn í auga. Kostir linsusjónauka eru mikil skerpa, þeir eru handhægir og gler vanstillast ekki. Þeir eru jafnframt ódýrir meðan linsan er lítil. Þegar sjónauki er litvís (Achromatic) er viðfangsglerið samsett úr tveim glerjum til að ná öllum bylgjulengdum ljóssins sem næst sama brennipunkti. Lithreinar linsur (paochromatic) hafa mjög góða litaleiðréttingu og afar skarpa mynd en eru að sama skapi dúrar. Helstu ókostir við ódýra linsusjónauka er litskekkja og lítil ljóssöfnun. Aftur á móti eru til ljóssiur sem leiðrétta litskekkju að nokkru marki.

 

Spegilsjónauki

Safna ljósi með holspegli og endur kasta á aukaspegli fremst í sjónaukanum og þaðan til augnglersins. Kostir spegilsjónauka eru góð litaleið rétting skörp björt mynd og vítt sjónsvið. Henta þeir vel til sjósmyndunar. Kunnasta tegundin er newtonsspeiglasjónaukar. Þeir eru einfaldir of tiltölega ódýrir svo stórir sjónaukar fást fyrir hagstætt verð. Helstu ókostir eru viðhald en þeir vilja vanstillast auk þess sem hókurinn er opinn og þarf því að þrífa speglana reglulega.

 

 

 

 

 

Spegil- og Linsusjónaukar

Eru blendingar þar sem reynt er að sameina helstu kosti beggja gerða. Schimidtcasserain og maksutov eru þekktar tegundir af þessari gerð. Ljósið fer í gegnum leiðréttingalinsu að aðalspegli, endurkastast á aukaspegli fremst sem magnar og sendir geislann aftur úr sjónaukanum. Fæst því löng brennivídd í samanreknum hólki. Þessir sjónaukar búa yfir góðri litaleiðréttingu, oft víðu sjónsviðu og þykja ferðavænir þó að þvermál spegils sé stórt schmidtcassegrain eru góðir alhliða sjónaukar fyrir skoðun og ljósmyndum. Meðal ókosta er að stundum þarf að stilla aukaspegilinn og þeir eru dýrir miðað við newtonian sjónauka. Maksutov er orðlagður fyrir skerpu og góða litaleiðréttingu en löng bennivídd gerir sjónsvið þrengra en í schmidt-cassegrain sjónaukum. Um sjónauka gildir að því stærri sem safnlinsa eða aðalspegill er því bjartari mynd fæst og samhliða því betri sundurgreining. Stækkun skiptir því ekki mestu máli þar sem sundurgreiningin ræðst af stærð safnlinsunnar. Því betri sem sundurgreiningin er þeim mun meiri stækkun þolir myndin. Dimm óskýr mynd hlýst af stækkun eru um tuttuguföld á hvern sentímetra þvermáls. Eftir það er óskýr mynd aðeins gerð stærri. Með 60 mm sjónauka nýtist vart meiri en 120 föld stækkun. Mikil stækkun þrengir einnig sjónsviðið

 

stjörnusjónaukar sem eru í notkun.

1.Hubble space

2.Keppler sjónaukinn

3.James webb

4.Magellan risasjónauki

5.E-elt evrópski risasjónauki

6.Very large telescop í paranal stjörnustóðinni

bottom of page