top of page

Geimfarar

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Alan L. Bean sem lentu þar í leiðangri Apollo 12.

Árið 1971 voru einnig farnar tvær ferðir til tunglsins, Appollo 14 og 15. Í fyrri ferðinni gengu þeir Alan B. Shephard yngri og Edgar D. Mitchell á tunglinu, en David R. Scott og James B. Irwin í þeirri síðari.

Mönnuðum tunglferðum lauk svo, að minnsta kosti í bili, árið 1972 með tveimur ferðum. Í leiðangri Appollo 16 komust John W. Young og Charles M. Duke yngri til tunglsins og síðustu mennirnir til að ganga á tunglinu hingað til voru þeir Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt, geimfarar Appollo 17.

bottom of page