top of page

Sigulsvið jarðar

Það vita kannski ekki allir hvað segulsvið eða segulmagn er. En þetta á að fræða smá um segulmagn/segulsvið. T.d. norðurljós stafa af truflunum á segulsviði jarðar sem rafhlaðnar eindir frá sólinni valda. Segulsvið jarðar á upptök og er haldið við af raf- og iðustraumum í fljótandi ytri-kjarna jarðar. Við yfirborð má lýsa um 90% af segulsviðinu með tvípólssviði, með segulpóla um 10° frá snúningsás jarðar. Straumar í iðrum jarðar breytast mjög hægt og segulsviðið úr iðrum jarðar breytist yfirleitt einungis á tímakvarða ára og alda.

Straumur rafhlaðinna einda frá sólinni, sem kallaðar eru sólvindur, skellur stöðugt á segulsviðinu og sveigja það í segulhjúp sem nær þó að verja jörðina og lofthjúpinn að mestu leyti fyrir ágangi eindanna. Breytileiki í sólvindinum veldur því að segulsviðið verður fyrir truflunum sem mælast frá sekúndum upp í daga. Þessar truflanir eru þó yfirleitt litlar miðað við styrk segulsviðsins úr kjarna jarðar; miklar truflanir geta verið um og yfir 1-3% af styrk sviðsins á yfirborði jarðar. Sem einfaldan mælikvarða á norðurljósavirkni er hér miðað við Kp-kvarða, sem lýsir styrk segulsviðstruflana á jörðinni. Kp-kvarðinn er frá 0 til 9, þar sem 0 lýsir lágmarksvirkni og 9 hámarksvirkni. Algengast er að Kp-gildið sé 0-3 og mjög sjaldgæft að það nái efstu tölunum. Kp-gildi er reiknað sem vegið meðaltal á K-gildum frá fjölda segulmælingastöðva á jörðinni, en K-gildi á hverri segulmælingastöð er reiknað út frá mesta útslagi í láréttum styrk segulsviðsins á hverjum 3 klst. Segulhvolf er svæðið kringum himinhnött þar sem seguláhrifa gætir frá honnum.

 

bottom of page