top of page

Stjörnusjónaukar

Linsusjónaukar og spegilsjónaukar

Eiginlegir sjónaukar eru notaðir til að safna sýnilegu ljósi og beina því á einn stað. Þannig fást

ljósmyndir af fyrirbærum sem væru ekki sýnileg með berum augum. Ljósaukar eins og þessir eru tvenns konar, linsusjónaukar og spegilsjónaukar. Fyrstu linsusjónaukarnir voru smíðaðir um aldamótin 1600. Þeir voru svipaðir kíkjunum sem við höfum heima hjá okkur nú á dögum. Því stærri sem linsurnar eru í þessum sjónaukum því meira ljósi geta þeir safnað og sjá þá betur fjarlæg fyrirbæri geimsins. Stærsti linsusjónaukinn í heiminum nú er á Yerkes-athugunarstöðinni í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er 2 metrar í þvermál og safnar 40.000 sinnum meira ljósi en auga mannsins.

Í spegilsjónaukum er einum eða fleiri holspeglum beitt til að safna ljósinu. Vegna tæknilegra ástæða geta spegilsjónaukar orðið miklu stærri en linsusjónaukar. Stærsti spegilsjónauki heims var á Palomar-fjalli í Kaliforníu en nú eru að koma miklu stærri og fullkomnari spegilsjónaukar. Með þess konar kíkjum geta stjörnufræðingar rannsakað fyrirbæri sem eru milljarða ljósára í burtu.

 

Geimsjónaukinn

Á níunda áratug 20.aldar unnu vísindamenn að því að smíða geimferju til þess að geta sent hluti út í geiminn. Eitt mikilvægasta verkefni ferjunnar var að koma fyrir og halda auga á himninum sem kallað var Hubble-sjónaukinn. Hann var sendur út í geim í apríl 1990 og svífur á braut fyrir utan lofthjúpinn þannig að myndir sem teknar eru með honum eru ótruflaðar af andrúmsloftinu.

Hubble-sjónaukinn getur séð allt að 14 milljarða ljósára út í geiminn. Nokkrir gallar voru á

Hubble-sjónaukanum í byrjun en síðan hefur bæst úr þeim.

 

Innroðasjónaukar

Sum fyrirbæri geimsins lýsi mjög daufu ljósi og ekki hægt að sjá það með venjulegum sjónaukum. Allir hlutir, jafnvel dimmir og kaldir hnettir eins og reikistjörnur, gefa frá sér innrauða geisla. Innroðasjónaukar geta numið þessa innroðaorku eða varmaorku.

 

Röntgensjónaukar

Röntgensjónaukar eru notaðir til að greina röntgenuppsprettur og fleira. Á Jörðinni er ekki hægt að mæla röntgengeisla. Röntgengeislar komast ekki í gegnum lofthjúp Jarðar. Þess vegna þarf að senda gervitungl út í geim til að sjá röntgengeisla.

 

 

Útvarpssjónaukar

Útvarpsbylgjur eru ósýnileg orka og geislun í geimnum. Ær koma frá stjörnum, stjörnuhópum og skýjum úr ryki og gasi. Þær komast auðveldlega í gegnum lofthjúp jarðar. Útvarpssjónakar hafa skilað okkur ýmsum gagnlegum gögnum um alheiminn á síðustu áratugum. Ekki síst frá fjarlægum hlutum hans. Dulstirni sáust fyrst með útvarpssjónaukum.

bottom of page