top of page
Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Norðurljós
Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið.
Besti tíminn til að skoða norðurljósin er á bilinu 21:00 til 02:00, þótt þau geti vitaskuld sést fyrr á kvöldin og síðar á næturnar. Á Íslandi er of bjart til þess að norðurljósin sjáist á sumrin þótt þau séu vissulega líka til staðar á þeim árstíma.

bottom of page