top of page

Rafrásir, rafmagn og segulmagn

 

Rafrás er samtenging rásaeininga eða íhluta eins og rafviðnáma, spanspóla, þétta og rofa. Rafrás hefur lokaða hringrás sem rafstraumur gengur um. Rafrás eru eitthvert kerfi sem leiðir rafstraum í hring. Það getur verið náttúrulegt fyrirbæri eins og lofthjúpurinn þar sem hleðslur stíga til lofts í góðu veðri en streyma svo aftur niður þegar eldingum slær niður eða þær geta verið manngerðar eins og rafhlaða sem er tengd í báða enda með vír. Þær rafrásir sem við munum skoða hér eru þær sem við getum sjálf sett saman með einföldum tækjum.

Rafmagn á almennt við fyrirbæri, sem verða vegna rafhleðsla, hvort sem þær eru kyrrstæðar (stöðurafmagn) eða á hreyfingu, en þá myndast rafstraumur. Rafstraumur skiptist í jafnstraum og riðstraum. Rafhleðslur mynda rafsvið, en rafspenna er mælikvarði á styrk þess. Oft er orðið rafmagn notað til að lýsa raforku. Fræðigreinar sem fjalla um rafmagn og hagnýtingu þess nefnast rafmagnsfræði eðaraffræði. Rafmagn er ódýrast í Reykjavík af öllum Norðurlöndunum.

Segulmagn orsakast af aðdráttar og fráhrindikröftum, vegna hreyfingu rafeinda í efninu. Segulsvið er sviðið umhverfis segulinn þar sem áhrifa segulkrafta gætir. Sterkast er segulsviðið næst seglinum en verður veikara er fjær dregur.

bottom of page