top of page

Loftlagshópur

 

 

Í loftlagshóp eru Ísabella, Bergrún og Herdís

Sólskinskaka

Við byrjuðum á því að finna uppskrift hjá mömmu hennar Herdísar og svo þurftum við að panta tíma hjá Finni. Við þurftum að bíða í eina viku þangað til við fengum að koma til Finns. Þá fengum við að baka. Fyrst gerum við degið. Nú getið þið líka gert sólskinsköku heima sem er mjög mjög góð. 

Kakan er sólskinskaka vegna þess að það tengdist við verðrið.

Við þurftum að gera eitthvað í eldhúsinu sem var um markmiðin

sem við vorum að vinna með. 

 

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sólskinskaka 

með karamellukremi. 

 

120 grömm smjörlíki

1 1/2 desilítri sykur

2 egg

2 desilítrar hveiti

1 teskeið lyftiduft

35 grömm möndlur

 

Karamellukrem:

2,5 desilítrar rjómi

1 1/2 desilítri sykur

3 matskeiðar síróp

2 matskeiðar smjör

1 teskeið vanilludropar

 

 

Aðferð fyrir Sólskinsköku með karamellukremi: 

 

Hrærið smjör, sykur og egg saman. Blandið þurrefnunum saman ásamt söxuðum möndlunum. Bætið því út í smjörhræruna. Hrærið allt vel saman og hellið deginu í smelluform. Bakið við 180-200 gráður, þar til kakan fer að losna frá börmum formsins. Þegar kakan er orðin köld er hún hulin með karamellukremi.

 

Karamellukrem:

Sjóðið rjóman, sykurinn og sírópið saman, við vægan hita, þar til blandan fer að þykkna. Hrærið smjörinu og vanilludropunum saman við og látið kremið kólna dálítið áður en því er smurt á kökuna.

Vatn í heiminum

Við vorum að æfa okkur í að leita á netinu og geyma myndir á nýjum stað í tölvunni sem heitir dropbox. Við funum margar myndir af vatni þar sem sýnir hvernig hægt er að nota vatn í alls kyns hluti.

Veðrið

Við byrjuðum á að skoða markmiðin og þá fundum við eitt markmið þar sem átti að skoða veður. Kennarinn plastaði blað og við fundum tákn fyrir alls konar veður og á orðunum sem við merktum við þá kom form og þar voru merkin.

VIð fórum líka á vedur.is og ahuguðum veðrið og skráðum það niður.

Pressaðar plöntur

Í hringrásarverkefninu vorum við mikið að skoða plöntur. VIð fórum út og greindum plöntur í hringum skólann og týndum nokkrar sem okkur langaði að vinna myndverk með. Á þessum myndum eru plönturnar okkar þegar búið var að þurrka þær og pressa inn í gömlum bókum og svo gerðum við þessar myndir.

Fæðukeðja dýranna

Við klipptum út dýr og límdum á litaspjald og svo gerðum við ör frá dýrunum til þeirra sem éta dýrin.

H´ér eru flottu spjöldin okkar sem við hengdum upp á vegg.

Leikrit - hringrás bókarinnar

Vatn í heiminum

b409c5_53bed1507cb9440fa61b4f0e569b7727.jpg
b409c5_a883a1e14257411a94bd02c5b85e0c38.jpg
b409c5_3e9fd49c918a4be98abbf8037c747e9a.jpg
b409c5_8ac2ca7164864e22af53daa170d992b9.gif
b409c5_9bfa6a7649b8493aa887b9e0f4c88f09.jpg
b409c5_9d9b911a50e6475d8c3bc34deae71894.jpg
b409c5_323854a82dd94c40b6ba617a0aa932cb.jpg
b409c5_c7da74a3a4e745369c9bdad50f2503ac.jpg
bottom of page