top of page

Anne Frank

Anne Frank var gyðingur og faldi sig á háalofti í Amsterdam þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum. Hún hélt dagbók sem varð síðar ein frægasta dagbók í heimi. Dagbókin fannst eftir að Anne Frank og fjölskylda hennar, mamma hennar og pabbi voru send í þrælabúðir þar sem enginn úr Frank-fjölskyldunni lifði af nema Otto Frank, pabbi Anne lifði af.

 

Anne var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi og flutti með fjölskyldunni sinni til Amsterdam árið 1933, eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi. Þegar ofsókn nasista gegn gyðingum jókst fór fjölskyldan í felur árið 1942. Þau földu sig í leyniherbergjum undir súð í skrifstofubyggingu föður Anne. Eftir tvö ár í felum var fjölskyldan svikin og flutt í útrýmingarbúðir. Sjö mánuðum eftir handtökuna lést Anne úr flekkusótt, bara fáeinum dögum á undan systur sinni, Margot Frank. Otto Frank faðir hennar var sá eini úr fjölskyldunni sem lifði búðirnar af og hann fór aftur til amsterdam eftir að stríðinu lauk. Þar uppgötvaði hann að dagbókin hennar Anne hafði verið varðveitt. Árið 1947 gaf hann dagbókina út og kallaði hana „Het Achterhuis: Dagboekbrieven van 12 Juni 1242 – 1 August 1944“. safn af öðrum skrifum hennar voru gefin út árið 1949.

 

 

heimildir: wikipedia                                                                                                                                   Embla B. Jónsdóttir

 

bottom of page