top of page

Beinagrindin er eitthvað sem við öll höfum hvort sem það eru dýr eða mannverur. Við getum þakkað beinagrindinni að við getum risið á fætur og hreyft okkur. Beinagrindin umlykur líka og verndar lika heilann, hjartað, lungun og fleiri innri líffæri.

Í beinagrindinni eru geymd ýmis mikilvæg steinefni, einkum þó kalk og fosföt. Steinefnin má flytja frá beinunum  og til blóðsins og til baka eftir því sem líkaminn þarfnast.

Beinagrindin er gerð úr mörgum beinum sem eru hvert með sínu móti. Löng, pípulaga bein eru í handleggjunum og fótum og kallast leggir. Flöt bein eru eins og herblöðin og mjaðmarbeinin og beinin í höfuðkúpunni. Í úliðnum og handarbaki eru stutt og teningslaga bein og hryggjarliðirnir eru dæmi um bein með óreglulegri lögun.

Beinin eru hörð og þétt að utan en að innan eru þau mjúk og fraukennd. Þetta gerir beinagrindina létta og sterka. Innan í beinunum er ýmisr rauður eða gulur beinmergur. Í rauða beinmergnum myndast öll rauðkorn og hvítkorn en guli beinmergurinn er að mestu leyti fita.

 

Heimildir:

Fabricius,Susanne og fl. 2011 Mannslíkaminn Litróf náttúrunnar. Námsgagnastofnum Kópavogi.

 

Tekið af internetinu 2/9 2015

https://www.google.is/search?q=beinagrind&espv

Beinagrind

bottom of page