top of page

Lyktarskyn

 

Lyktarskynið er mjög mikilvægur partur af okkur og lyktarskynið hefur stór áhrif á því hvað okkur finnst gott að borða. Allir hafa milljónir lyktarskynsfrumna og geta greint meira en 10.000 mismunandi lyktir. Samt er okkar lyktarskyn mun minna þroskað en hjá mörgum öðrum dýrum eins og hundum. Hundar hafa fjörutíu sinnum betra lyktarskyn en við. Lyktarskynfrumurnar í eru í efri hluta nefbolsins. Þær greina nýja lykt auðveldlega en „þreytast“ ef þær greina sömu lykt aftur eða lengi – þær aðlagast henni. Svo að lokum hætta þær að bregðast við þeim. Lyktin tengist minninu á mjög stóran hátt. Þegar við finnum ákveðna lykt þá rifjast stundum upp hlutir sem tengjast þessari lykt. Lykt hefur líka mikla þýðingu í tenglsum við kynlíf og ræður miklu um það hvort tveir einstaklingar laðast ómeðvitað hvor að öðrum.

bottom of page