top of page

Hvers vegna þurfum við að anda?

Við höldum ekki lífi með því einu að eta og drekka, við verðum líka að anda. Skýringin er sú að allar frumur í líkamanum verða að fá súrefni til að nota við brunann sem fer fram í þeim. Þá er glúkósa eða öðrum næringarefnum í frumunum breytt í koltvíoxíð og vatn. Við þetta losnar úr læðingi orka sem fruman getur notað. Í lungunum flyst súrefni úr andrúmslofti í blóðið. Þau losa einnig líkamann við það koltvíoxíð sem myndast stöðugt í frumunum.

Til að lifa þurfum við að anda og fá súrefni.

Heimildir:

Fabricius Susanne, 2011 Mannslíkaminn. Litróf náttúrunnar. Námsgagnastofnun í Kópavogi

bottom of page