top of page

Nelson Mandela

Rolihlahla Mandela var sonur Nosekeni Fanny og Gadla Henry Mphakanyiswa og bjuggu þau í bænum Mvezo en þar var Gadla faðir hans höfðingi. Þegar hann var sviptur stöðu sinni flutti fjöldskyldan til Qunu. Þar ákvað Gadla að senda son sinn í skóla og gaf kennslukonan öllum enskt nafn og Rolihlahla fékk nafnið Nelson. Faðir hans lést þegar hann var níu ára. Mandela var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Evelyn Ntoko Mase, 1944 til 1957; Winnie Midikizela frá árinu 1957 til 1996 og Graça Machel var eiginkona hans frá árinu 1998. Mandela eignaðist sex börn, Þrjú með fyrstu eiginkonu sinni, synina Madiba Thembekile og Makgatho Mandela og dótturina Makaziwe Mandela. Með annarri eiginkonu sinni eignaðist hann svo dæturnar Zenani Mandela, Gadla Emenitta Mandela og Zindziswa Mandela-Hlongwane.


 

Nelson Mandela var einn mesti baráttumaður blökkumanna gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. Hann var til að mynda í forystusveit innan samtakanna ANC eða Afríska þjóðarráðinu. ANC barðist fyrir því svartir fengu aukin réttindi með því að beita verkföllum, brenna vegabréf sín og brjóta gegn ákvæðum kynþáttalöggjafarinnar. Friðsæl mótmæli voru haldin árið 1960 gegn vegabréfalögum sem enduðu illa og létust margir. Eftir það bönnuðu stjórnvöld ANC og stuttu seinna voru leiðtogar samtakanna handteknir fyrir undirróðursemi, þeirra á meðal var Nelson Mandela sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi. Árið 1989 báru blökkumenn árangur sem erfiði en þá samþykkti Frederik W. De Klerk að slaka á kynþáttaaðskilnaðarstefnunni og ári seinna árið 1990 var Mandela sleppt úr fangelsi eftir 27 ára vist. Árið 1993 var Mandela og De Klerk veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir þessi afrek. Ári seinna, árið 1994, fóru fram fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar í Suður-Afríku, bauð Mandela sig fram og vann yfirburðarsigur. Eftir að Mandela var dæmdur í fangelsi á Robben eyju var hann hafður í hámarksgæslu og illa var komið fram við hann. Það var ekki fyrr en hann var greindur með berkla að hann var færður til Victor Verster fangelsið. Mandela var nokkrum sinnum boðið frelsi af suður-afrísku ríkisstjórninni en með þeim skilyrðum að hann hætti að berjast fyrir réttindum svartra, bar hæst á þessu árið 1976. Mandela neitaði staðfastlega og má segja að hann hafi verið að gera það í einskonar mótmælaskyni en hann sagðist ekki vera meira frjáls á götum úti en í fangaklefa á meðan aðskilnaðarstefnan gilti ennþá.


 

Mandela var orðinn vinsæll meðal fólks og hjálpaði það honum að vinna fyrstu lýðræðislegu forsetiskosningarnar í Suður-Afríku árið 1994. Mandela var talsmaður friðar, sáttar og félagslegs réttlætis og stofnaði hann Nelson Mandela Foundation þar sem hann barðist fyrir þessu þrennu. Hann stofnaði líka Truth and Reconciliation Commission (TRC) en það stofnaði hann til að rannsaka mannréttindabrot í aðskilnaðarstefnunni. Hann opnaði húsnæði undir menntun og hjálp til að bæta skilyrði blökkumanna og árið 1997 lét hann breyta stjórnarskránni gífurlega sem gat svörtum jöfn réttindi og hvítum. Mandela var forseti í fimm ár eða til 1999.

Mandela dagurinn var haldinn þann 18. júlí 2009 til að heiðra arfleifð Mandela og var aðallega styrkt af Nelson Mandela Foundation og 46664. Seinna sama ár lýstu Sameinuðu Þjóðirnar því yfir að þessi dagur skyldi héðan í frá heita Nelson Mandela International Day.


 

Tekið af: http://is.wikipedia.org/wiki/Nelson_Mandela

bottom of page