top of page

Tunglmyrkvi

 

Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt yfir eða undir tunglið.

Tunglmyrkvar eru ekki sjaldgæf fyrirbrigði þótt sum ár verði enginn myrkvi, önnur ár einn, tveir eða jafnvel þrír. Sjaldgæfast er þó að á einu ári verði þrír myrkvar. Síðast gerðist það árið 1982 og sáust tveir myrkvanna frá Reykjavík, en næst gerist það árið 2485.

bottom of page