top of page

Stærð og lögun vetrarbrautarinnar

 

Vetrarbrautin okkar er eins og firnastórt teinahjól í laginu, með þykkildi í miðjunni. Flestar gamlar stjörnur í Vetrarbrautinni hafa fundist nálægt kjarna hennar eða miðju. Stjörnurnar þyrpast þar saman mörg þúsund sinnum þéttar en í þyrilörmum. Þessi kjarni er næstum 20.000 ljósár í þvermál. Heit ský úr ryki og gasi hylja hann sjónum okkar héðan frá jörðinni. Vísindamenn telja að Vetrarbrautin sé um það bil 100.000 ljósár í þvermál og um 15.000 ljósár á þykkt. Það tæki því 100.000 ár að fara þvert yfir Vetrarbrautina, jafnvel þótt farið væri með hraða ljóssins. Ef þú gætir komið auga á ljósið frá sólinni innan um þá hundrað milljarða af stjörnum sem eru í Vetrarbrautinni, þá mundirðu taka eftir því að sólin er í einum þyrilarminum í teinahjólinu, næstum 30.000 ljósár frá þykkildinu í miðjunni. Sólin okkar er ein af yngri stjörnum í Vetrarbrautinni, eins og margar af stjörnunum í þyrilörmunum.

bottom of page