top of page

Gervitungl

Ef við förum út á heiðskírri nóttu, eins fjarri borgarljósunum og hægt er, og horfum í dálitla stund til himins komum við án efa auga á gervihnött áður en langt um líður. Það eina sem þarf til er dálítil þolinmæði, en hún vex um leið og maður fer að virða fyrir sér fegurð næturhiminsins.

Það er eftirminnilegt að sjá í fyrsta skipti gervitungl sem ferðast milli stjarna himinsins. Gervitunglið lítur út eins og hver önnur stjarna, en eini munurinn er að það hreyfist mjög hratt yfir himininn, ef til vill á um 25.000 km hraða á klukkustund. Þessi hraði þýðir að tunglið er fljótt að fara þvert yfir himininn miðað við tiltekinn athugunarstað á jörðu niðri. Sum gervitunglanna eru veðurtungl en önnur fjarskiptatungl.

bottom of page