top of page

Við getum hreyft augun í ýmsar áttir með hjálp vöðva sem tengjast þeim. Vöðvarnir sjá líka til þess að bæði augun hreyfast á sama hátt. Ef vöðvarnir starfa ekki rétt saman verður fólk tileygt eða rangeygt; augun horfa ekki bæði í sömu áttina. Þá verður annað augað yfirleitt ríkjandi og hitt víkjandi. Brýnt er að laga tileygð strax á unga aldri því að annars er hætt við að víkjandi augað detti alveg úr virkri notkun og nái aldrei að þroska með sér eðlilega sjón. Tileygð er oft meðhöndluð með gleraugum eða með því að setja lepp fyrir ríkjandi augað og þá neyðist heilinn til þess að nota lata augað. Stundum þarf þó að ráða bót á þessu með skurðaðgerð.

Heimildir:

Fabricius,Susanne. 2011 Mannslíkaminn litróf náttúrunnar Námsgagnastofnun Kópavogi

Vöðvar valda samhæfðum augnhreyfingum

bottom of page