top of page

Sólin er tiltölulega róleg stjarna í samanburði við stjörnur sem eru sífelt að þenjast út og dragast saman á víxl eða springa skyndileg öðru hverju. En engu síður eru ýmis umbrot á ytra borði sólar.

 

SÓLSTRÓKAR Sólstormar sem mynda gríðarstór bjarta boga eða lykkjur úr gasi frá sólinni nefnast sólstrókar. Þeir eiga venjulega upptök sín í lithvolfinu. Stundum sveigjast þeir aftur inn að sólinni og senda gasið til baka. En stundum teygja þeir sig miljón kílómetra eða meira út á við og senda gös og orku út í geiminn. Sólstrókur sem náðist á mynd 4. júní 1946 varð næstum jafnstór sólinni á einni klukkustundum en hvarf nokkrum stundum síðar.

 

SÓLBLETTIR Sólblettir eiga upptök sín í innri lögum sólhjúpsins. og geta verið allt frá 15 upp í 15.000 km í þvermál. Fjöldi þeirra er síbreytilegur en á 10-11 ára fresti koma tímabil þar sem þeir eru sérstaklega tíðir. Norðurljós verða þá tíðari en ella og þessi umbrot hafa einnig sérstök áhrif á ýmiss konar fjarskifti hér á jörðinni. Stjörnufræðingar hafa tekið eftir því að sólblettir færast eftir yfir borði sólarinnar. Þessi hreyfing gefur til kynna að gasið í sólinni snúist og sem heild snúist um ákveðin ás gegnum miðju sína.

 

SÓLBLOSSAR Enn önnur tegund sólstorma birtist sem ljós blossar á yfirborði sólarinnar og kallast sólblossar. Þeir eru um tvöfalt heitari en yfirborði sólarinnar og endast sjaldnast lengur en eina klukkustund. Með þeim losnar gífurleg orka úr læðingi á stuttum tíma.

 

SÓLVINDURINN Sólkórónan sendi sendir frá sér samfelldan straum af orkuríkum endum út í geiminn. Þetta nefnist sólvindur. Sólblossar auka stundum á hraða og styrk sólvindsins þetta gertur truflað útvarpssendingar og önnur fjarskipti á jörðinni.

 

Umbrot sólarinnar

 

bottom of page