top of page

Stjörnur

 

Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðstæður, á allri himinhvelfingunni. Þar sem helmingur hvelfingarinnar er fyrir neðan sjóndeildarhring hverju sinni má því gera ráð fyrir að í mesta lagi sjáist um 3000 stjörnur. Þær stjörnur sem við sjáum eru langflestar í næsta nágrenni sólar, innan okkar vetrarbrautar. Heildarfjöldi stjarna í heiminum er hins vegar miklu meiri.

bottom of page