top of page

Sólmyrkvi og tunglmyrkvi

Tunglmyrkvi

Tunglmyrkvi er þegar að tunglið fer í skugga jarðar. En þetta gerist bara þegar sólin, tunglið og jörðin eru í einni línu, jörðin er þá á milli tunglsins og sólarinnar. Tunglmyrkvar geta þá bara orðið þegar tunglið er fullt og fer í skuggann.
Skuggi jarðarinnar er tvískiptur, upp frá því var honum skipt í þrjár gerðir af tunglmyrkvum.
Almyrkvi, deildarmyrkvi & hálfskuggamyrkvar. Gerðin af tunglmyrkvunum fer eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar. Dimmasti hlutinn er alskugginn, þaðan frá sést enginn sólarljós.
Hálfskugginn er ekki jafn dimmur samt, þaðan frá sést hluti af sólarljósinu.
Þegar tunglið fer inn í alskugga jarðar þá fær það á sig rauðleitan blæ. Þessi litur er orðin frægur fyrir fegurð sína, í hvert sinn sem hann kemur er það sérstakt. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem dreifir rauða litnum síðar en hinum litunum. Þetta ljós berst til tunglsins og gefur því þennan fallega rauða lit. Frá sjónarhorni tunglsins er þetta líka fallegt, það kemur rauður litur í kringum jörðina.



Sólmyrkvi
Sólmyrkvi verður þegar tunglið er á milli sólar og jarðar. Sólmyrkvar verða bara ef tunglið er nýtt. Frá sjónarhorni jarðar er eins og tunglið fari fyrir sólina og myndar skugga á okkur. Alveg eins og Tunglmyrkvar eru sólmyrkvar með þrár gerðir. Almyrkrar, hringmyrkvar og deildarmyrkvar.
Það er staðreynd sem segir að Tunglið og sólin séu svipað stór frá okkar augum svo að tunglið getur farið fyrir sólina. Svo að tunglið getur almyrkvað sólina frá jörðu séð. Á Íslandi sást almyrkvi seinast við suðurströnd landsins árið 1954. Næst sést almyrkvi frá Íslandi 12. ágúst 2026. Í Reykjavík stendur almyrkvinn yfir í 1 mínútu og 10 sekúndur.
Tungl er bæði nýtt og fullt einu sinni á 29,5 daga fresti eða svo. Þrátt fyrir að það sé svona oft eru tungl og sólmyrkvar ekki svona oft (mánaðarlega) vegna þess að brautarplan tunglsins og brautarplan sólar eru samsíða. Tunglbrautin okkar hallar 5° frá braut jarðar og útaf þessum halla fellur skuggi jarðar annaðhvort yfir eða undir tunglið. Að sama skapi fellur skuggi tunglsins (skuggakeilan) alla jafna norður yfir eða suður undir.

Á hverju ári verða um það bil tveir til fimm sólmyrkvar (almyrkvar og deildarmyrkvar). Tunglmyrkvar (almyrkvar, hálfmyrkvar og hálfskuggamyrkvar) geta verið svipað oft á ári en það mesta getur komið uppí sjö sinnum. Almyrkvar á tungli sjást frá allri næturhlið jarðar ólíkt almyrkvum á sólu sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Ástæðan er sú að skuggakeila tunglsins er mjög lítil.
Tunglið þekur alltaf um það bil hálfa gráðu á himninum. Þegar tunglið fer fyrir bjarta stjörnu eða reykistjörnu svo að hún hverfur í eitt augnablik verður svo kallaður stjörnumyrkvi. 

bottom of page