top of page

Vetrarbraut

Sólin okkar myndar ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stóra þyrpingu sem við nefnum vetrarbraut. Á heiðskírri tungls lausri nóttu, fjarri bjarma borgar ljósanna, er hægt að sjá miðskífu vetrarbrautarinnar okkar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himninum. Sólkerfið okkar er innan í vetrarbrautinni, er það nokkrum vandkvæðum bundið að meta stærð hennar. Þessu má ef til vill líkja við að reyna að meta stærð heimabæjar síns, einungis með því að horfa frá einum ákveðnum punkti og mega ekki færa sig. Snemma gerðu menn þó tilraunir til þess. Einn af þeim var ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel. Hann skipti himninum í 683 svæði og taldi af varfærni allar stjörnurnar í svæðunum og ályktaði að mestur fjöldi stjarna ætti að vera fyrir miðju, en færri við jaðar hennar. Herschel komst að því að fjöldi stjarna var nokkurn veginn jafn í gegnum Vetrarbrautina. Aðrir reindu að meta stærð hennar en tókst ekki. Til dæmis taldi hollenski stjörnufræðingurinn Jacobus kapteyn að vetrar brautin væri 55.000 ljósár að þvermáli og sólin væri við miðjunaEn hvers vegna höfðu þeir rangt fyrir sér? Svarið reyndist vera að geimurinn milli stjarnanna er ekki algjörlega tómur eins og menn höfðu talið. Í geimnum er ryk sem dregur í sig og dreyfir ljósi fjarlægra stjarna svo þær dofna verulega, og því sáu Herschel og Kapteyn einungis nálægustu stjörnurnar. Árið 1912 uppgötvaði bandaríska stjarnvísindakonan Henrietta Leavitt að því lengri sem sveiflulota Sefíta er, þeim mun meira er ljósaflið. Þetta kallast sveiflulýsilögmálið. Sefítar eru stjörnur sem breyta birtu sinni reglulega og um þá má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni:hvað eru sefítar? Uppgötvun Leavitt reyndist stjörnufræðinni gríðarlega mikilvæg, því sveiflulýsilögmálið má nota til að finna út fjarlægðir. Árið 1912 uppgötvaði bandaríska stjarnvísindakonan Henrietta Leavitt að því lengri sem sveiflulota Sefíta er, þeim mun meira er ljósaflið. Þetta kallast sveiflulýsilögmálið. Sefítar eru stjörnur sem breyta birtu sinni reglulega og um þá má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni:Uppgötvun Leavitt reyndist stjörnufræðinni gríðarlega mikilvæg, því sveiflulýsilögmálið má nota til að finna út fjarlægðir. Vetrarbrautin okkar sést frá íslandi.Á heiðskírri og tunglslausri nóttu er hægt að sjá miðskífu Vetrarbrautarinnar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himinninn. Til þess að sjá hana þarf að fara fjarri ljósmengun borgarljósanna.

Reyndar sést einnig að minnsta kosti ein önnur vetrarbraut á næturhimninum frá norðurhveli jarðar, en það er Andrómeduþokaneða M13. Til að sjá hana verða menn hins vegar helst að styðjast við kort. Á suðurhveli jarðar sjást að minnsta kosti þrjár vetrarbrautir. Fyrir utan okkar eigin eru það tvær litlar og óreglulega lagaðar vetrarbrautir sem fylgja henni, Stóra- og Litla-Magellanskýið. Þess má einnig geta að Vetrarbrautin okkar sést enn betur frá suðurhveli jarðar en frá norðurhvelinu.

bottom of page