top of page

Íslenska tungumálið

 

 

Íslenska tilheyrir germönsku (grein indóevrópskra tungumála) sem greindist snemma í norður, austur og vesturgermönsk mál þar sem íslenska á rætur sínar að rekja til elsta stigs norðurgermanskra mála. Það stig nefnist frumnorræna sem töluð var á norðurlöndum á árunum 200-800. Í kringum víkingaöld greindist norrænan svo í austur, (danska og sænska) og vesturnorrænu (íslensku, norsku og færeysku) og er íslenska skyldari færeysku og norsku en sænsku og dönsku. Þá fluttu Norskir landnámsmenn með sér tungumál sitt þegar þeir settust að á íslandi á 9. Öld en þeir komu flestir frá vestur-noregi.

Það er álitsmál hvenær íslenskan sjálf hafi orðið til og útilokað að tímasetja það nákvæmlega. Íslenska og norska fjarlægðust svo hægt og rólega og þau voru talsvert ólík í kringum 1400. Eðlilegast væri að segja að íslenska hafi orðið sértungumál þegar orðinn var einhver ákveðinn munur á því og norsku.

 

bottom of page