top of page

 

Einu sinni var  Ísland ekki til

 

Komdu og skoðaðu Landnámið

Íslenskur ostabaki

 

Einu sinni var Ísland ekki til. Þá var sjór þar sem nú er Ísland. Svo urðu eldgos á hafsbotni og ný eyja kom upp úr sjónum. Hún hét ekki neitt. Fyrir langa löngu var ekkert fólk á jörðunni og því sá enginn þetta gerast. Það var bara hraun og grjót. Svo fór ýmislegt að gerast. Plöntur uxu og dýr settust að.

Fjöruplöntur og fjörudýr, eins og þang og hrúðukarlar, geta borist með með sjónum úr einni fjöru í aðra. Sum sjávardýr finna sér fæðu í sjónum en koma á land til að eiga afkvæmi og annast þau. Þetta eru til dæmis sjófuglar og selir sem eru fljótir að finna ný lönd.

 

Loftslagið á jörðunni hefur oft breyst frá því að Ísland varð til. Stundum var mjög kalt og stórir jöklar mynduðust. Svo hlýnaði og jöklar bráðnuðu. Á kuldaskeiðinu náði jökull á milli Grænlands og Íslands og refir spígsporuðu á milli landanna. Þegar ísinn bráðnaði urðu refir eftir á Íslandi og lifðu áfram.

Langur tími leið. Úti í heimi var fólk en á Íslandi bjó enginn.  Að því kom að sæfarar fundu Ísland og fólk fór að flytja til landsins. Ólíkt dýrunum eru menn ekki háðir því að allt sér til í nýju landi. Fólk getur flutt með sér helstu lífsnauðsynjar.

Fólk sem flutti til Íslands og settist hér að köllum við landnámsmenn. Þeir komu hingað á 9. og 10.öld. Sumir þeirra voru víkingar sem vildu kanna önnur lönd. Aðrir voru bændur sem fengu ekki jörð til að búa á . Óeirðir urðu einnig til þess að fólk flúði og sigldi til annarra landa.

 

Landnámsmenirnir
Landnámsmennirnir komu með svona skipum til Íslands.

 

bottom of page