top of page

Stjórnmálaflokkar

 

Vinstri grænir

Stefnuyfirlýsing var samþykkt á stofnfundinum 6.febrúar 1999. Frá upphafi var ákveðið að tvinna saman félagshyggju og umhverfisvernd eins og nafn flokksins ber með sér. Á landsfundi árið 2003 þótti ástæða til að bæta við starf Vinstri grænna í samræmi við þá umræðu og þá stefnu sem flokkurinn hafði tekið. Á næsta landsfundi. Árið 2005 var ný stefnuyfirlýsing samþykkt þar sem var búið að bæta við kafla um kvenfrelsi og alþjóðastefnu. Þær stoðir sem flokkurinn hvílir á nú eru fjórar: Hefðbundin vinstristefna, umhverfismál, alþjóðahyggja og kvenfrelsi. Þannig sköðum við stjórnmálaafl sem er reiðubúið til að benda á lausnir við helstu samfélagsmálum sem við munum glíma við í framtíðinni. Katrín Jakobsdóttir sagði að Vinstri grænir höfðu haft mikil áhrif á stjórnmálaumræðuna á Íslandi.

 

Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisstefnan er grundvallarstefnumál Sjálfstæðisflokksins og hún hefur fylgt flokknum frá upphafi. Sjálfstæðisstefnan er hvorki langorð né flókin heldur veitir hún leiðbeiningar um einhver mikilvæg atriði sem er nauðsynlegt að taka mið af, ef menn vilja tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu. Hún gefur sig ekki út fyrir að vera nákvæm forskrift að fullkomnu ríki enda lifa þannig fyrirmyndarríki sjaldnast sjálfstæðu lífi utan kennisetninga og fræðikerfa.

Þegar Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks, Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi. Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að gera landið sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum. Samt sagði flokkurinn: Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra fyrir augum.

 

Framsóknarflokkurinn

Framsóknarflokkurinn er íslenskur frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem staðsetur sig á miðjunni. Hann var stofnaður 16. desember 1916 með samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Framsóknarflokkurinn var stofnaður í presta-, kennara- og bændasamfélaginu og sótti því kjörfylgi sitt framan af til landsbyggðar og ungmennafélagshreyfingarinnar. Í seinni tíð hefur hann einnig sótt fylgi til lágtekjufólks og hefur verið ásakaður um að ala að útlendingahatri og fyrir lýðskrum.

 

Baráttumál Framsóknarflokksins

Á fyrstu árum Framsóknarflokksins stóð flokkurinn m.a. fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, innlendum þjóðbanka (vegna ástands bankamála á þeim tíma) og alþýðumenntun sem hann taldi hornstein allra þjóðþrifa. Undir forsæti Tryggva Þórhallssonar á fjórða áratuginum sat ríkisstjórn Framsóknarflokksins ein að völdum og á 5 árum tók við mikil uppbygging. Lagt var ofurkapp á að byggja upp innviði samfélagsins. Vegagerð og brúarsmíði, hafnarmannvirki og vitar voru byggðir, Landhelgisgæslan efld og skip leigð af ríkisstjórninni til þess að auka aflaverðmæti íslensks fisks. Þá voru byggð mörg af glæsilegustu húsum landsins, Landspítalinn tók til starfa og Þjóðleikhúsið byggt. Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði og til að efla lýðræðisumræðu og fræða þjóðina var Ríkisútvarpið stofnað.

 

Samfylkingin

Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn í Borgarleikhúsinu þann 5. maí árið 2000. Fyrsti formaður var kjörinn Össur Skarphéðinsson en talsmaður kosningabandalags þriggja flokka í alþingiskosningunum vorið 1999 var Margrét Frímannsdóttir, þá formaður Alþýðubandalagsins. Sameiningin leiddi saman fólk sem fram að því hafði verið pólitískir keppinautar og starfaði í stjórnmálaflokkum sem voru ólíkir að uppbyggingu og höfðu viðhaft mismunandi verklag. Þessir flokkar voru Kvennalistinn sem bauð fyrst fram 1983,Alþýðubandalagið sem fyrst fram 1956 (sem kosningabandalag) og Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður 1916.

bottom of page