Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Helgi mannlegs lífs
Réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu nær yfir stórt svæði, frá ákvæðum um símahlerun til réttinda um kynhneigð. Þessi réttindi eiga sérstaklega við um réttindi foreldra til að umgangast börn sín, réttin til að ganga í hjúskap og til ættleiðinga.
Rétturinn um friðhelgi einkalífs rennur af réttinum til frelsis og sjálfsákvörðunarréttinum, svo lengi sem sá réttur hefur ekkert að gera með frelsi og réttindi annarra. Rétturinn til einkalífs er einnig réttur til sjálfsákvörðunar. Sá réttur er brotinn þegar ríki skipta sér af, refsa fyrir eða banna ákveðna hegðun sem aðeins kemur þeim einstaklingi sem á í hlut við.
Hér vitna ég í 16. gr. Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna:
Friðhelgi fjölskyldu og einkalífs. Börn eiga rétt á vernd gegn gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum af einkalífi sínu, fjölskyldu, heimili, bréfum og gegn árásum á mannorð.
