Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Hljóðfæri
Hljóðfærin hér fyrir neðan eru frægustu hljómfærin sem hafa fundist í fornleifauppgrefti:
Ásuberglúðurinn fannst í Ásubergs-skipinu í Noregi. Þetta er um metra langur trélúður. (frá u.þ.b. 834)
Birkaflautan er úr beini sem boruð hafa verið 2 göt á svo hægt er að spila mismunandi tóna. Fleiri flautur líkar þeirri sem fannst í Birka í Svíþjóð, hafa fundist, t.d. í Danmörku og á Álandi ( frá 800 - 900)
Panflautan sem fannst við uppgröft í Jórvík í Englandi og er úr tré. (frá 900 - 1000)
Lundpípan gæti verið munnstykki e.t.v. af einhvers konar sekkjapípu. Hún er úr tré og hefur 4 göt. (frá 1050 eða yngri)
Fiðlan varð til um aldamótin 1500 og þróaðist og varð alltaf betri og betri og næstu tvær aldir urðu til selló og víóla. Fiðlan kom inn í þjóðlög og kontrabassinn í djassi vegna þess að hún gat sýnt meiri tjáningu en áður var. Hún kom til landsins líklegast 16. eða 17. öld eða fyrr.
Orgel er mjög líkt píanói en þegar þrýst er á nótu á hljómborði orgelsins berst loft til pípuraða og þá kemur hljóðið. Fyrr á tímum voru pípurnar tréblásturshljóðfæri og það var notað vatnsafl til að knýja loft í gegnum pípurnar þannig var fyrsta orgelið sem var í Grikklandi 250 árumf.kr. Árið 1840 kom fyrsta pípuorgelið til Íslands í Dómkirkjuna í Reykjavík.
Ómgítarinn er mjög líkur klassíska gítarnum en ómgítarinn er upprunalega frá spáni og er kallaður spænskur gítar. Hann er þekktur fyrir að vera eins og 8 í laginu. Á sautjándu öld var byrjað að spila á hann um alla Evrópu.
Langspil er fornt hljóðfæri sem þekktist ekki á Íslandi fyrr en eftir miðja 17.öld og það barst líklega til Íslands frá Noregi. Langspil er Íslenskt þjóðlagahljóðfæri og á efnaðari bæjum á Íslandi var langspil oft spilað til skemmtunar.Langspil er aflangt úr tré með 1-6 strengjum. Þegar fólk spilaði á það var það haft á borði eða á hnjám. Þegar það kom ruddi það fiðlunni að að mestu leyti til hliðar.
Hér getur þú séð myndband af því hvernig er spilað á langspil.
http://www.youtube.com/watch?v=-fwLTLfO_jI&list=RD-fwLTLfO_jI#t=18




