top of page

Þjóðveldisöld

 

Lögrétta

 

Lögrétta var á þjóðveldisöld mikilvægasta stofnun Alþingis. Eiríkur Rauði brenndi niður hús og náði í setstokkinn sinn. Það var farið með hann á Þingvelli. Þar var lögsögumaður sem dæmdi Eirík. Hann var dæmdur til útlegðar en Bjarni vildi drepa hann. Fólkið vildi bara láta hann vera útlægan. Lögsögumaðurinn sagði að hann væri bæði. Það mátti drepa hann og hann var líka útlægur frá Íslandi eins og pabbi hans hafði áður verið rekinni í útleigð frá Noregi.

 

Lögrétta og sinnti ýmsum hlutverkum.

a) Hún setti lög - til dæmis ef það væri lögrétta í skólanum þá væri hægt að breyta morgunmatnum, þannig að nestið mætti vera eftir fyrsta tíma.

b) Skar úr lagadeilum - til dæmis ef við viljum láta alla hætta að stela blýöndum frá skólanum þá getur lögsögumaður fundið út út því. 

c)  gegndi ýmsum öðrum hlutverkum - til dæmis að ræða um hvað við viljum hafa og hvað við viljum ekki hafa. 

 

Lögrétta var búin til um leið og Alþingi var stofnað 930. Í lögréttu voru 39 goðar og en hver goði hafði nokkra alþingismenn með sér. Hver goði hafi tvo ráðgjafa með sér og sat annar fyrir framan hann og hinn fyrir aftan.

 

Lögsögumaður stýrði fundum lögréttunnar. Lögrétta var alltaf haldin úti og hefur verið hlaðin í hring eða ferhyrning. Allir máttu fylgjast með störfum hennar en ekki fara inn fyrir vébönd sem voru umhverfis hana. 

 

Þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd breyttist hlutverk lögréttunnar, hún hafði áfram takmarkað löggjafarvald en var þó fyrst og fremst dómstóll. Goðarnir hurfu úr sögunni en í þeirra stað komu lögréttumenn.

 

Lögréttan var æðsti dómstóll hérlendis, uns yfirréttur var stofnaður árið 1593. Árið 1594 var reist lítið hús fyrir starfsemi lögréttunar fyrir vestan Öxará og þar var hún fram til 1798 en þá var húsið svo illa farið að ekki var hægt að notast við það og var þinghaldið þá flutt og þingið síðan lagt niður árið 1800.

bottom of page