Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Í þeim flokki sem kallast kolvetni eru mjölvi (sterkja) beðmi og sykur. Þessi efnimá meðal annars finna í meira megni í brauði, pastavörum, kartöflum, grænmeti og ávöxtum. Mjölvi er sú tegund kolvetna sem algengust er í þeim matvælum sem við leggjum okkur til munns.
Prótín finnum við í meðal annars kjöti, fiski, eggjum, mjólk og osti. En sumar afurðir úr plönturíkinu innihalda prótín svo sem sojabaunir og aðrar baunir.
Fituna finnum við í meira magni úr dýraríkinu. Til dæmis í smjöri, rjóma, osti, pylsum, svínakjöti og öðru feitu kjöti og feitum fiski svo sem síld og laxi. Svo fáum við líka fitu úr ýmis jurtum eins og smjörlíki og olíu.
Til hvers notum við fæðuna
Kolvetni sjá frumunum fyrir orku
Þegar hin ýmsu næringarefni hafa verið tekin upp í æðum smáþarmanna berast þau áfram til allra frumna líkamans. Þar eru þau notuð sem byggingarefni eða til að sjá frumunum fyrir orku. Glúkósi, sem kemur ef til vill úr súkkulaðisnúð, getur orðið hráefni í bruna frumnanna og gefið þannig orku. Ef frumurnar þurfa ekki á orku að halda þá stundina má geyma glúkósann sem glýkógen, sem er fjölsykra lík mjölva. Fjölsykra er stór sameind, gerð úr mörgum samtengdum einsykrum, yfirleitt glókósa. Meginhluti glýkógensins geymist í lifur og vöðvum sem orkuforði. Þegar frumurnar þurfa orku getur líkaminn sundrað glýkógeni úr varabirgðum og þá fæst glúkósi á ný.
Fita gefur orku, verndar og einangrar
Fita getur nýst sem eldsneyti í frumunum. Hún inniheldur um það bil tvöfalt meiri orku en sama magn af kolvetnum. Ef frumurnar þurfa á einhverjum tíma ekki á orku að haldaer fitan geymd í fituvef. Fita líkamans er einkum geymd undir húðinni og við smáþarmanna. Ef þörf er á orku síðar getur líkamaminn tekið fituna og sundrað henni og fengið þannig þá orku sem hann þarf. Fitan einangrar líkamann enn fremur gegn kulda og hún verndar líffærin fyirir hnjaski. Hún er jafnframt nauðsynleg fyrir frumurnar svo að þær geti myndað ýmis lífsnauðsynleg efni. Loks má nefna að fitan í fæðunni inniheldur ýmis vítamín. Ef við borðum of mikið af fitu getum við orðið of þung. En við getumlíka orðið of þung með því að borða og drekka of mikið af kolvetnum, til dææmis ef við borðum mikið sælgæti og drekkum mikið af sykruðum gosdrykkjum. Kolvetnin breytast nefnilega í fitu í líkamanum.
Rétt fita verndar æðarnar
Til eru nokkrar mismunandi gerðir af fitu – þar á meðal mettuð fita, fjölómettuð fita og einómettuð fita. Mettuð fita er fyrst og fremst í matvælum úr dýraríkinu, til dæmis í smjöri, rjóma, osti, pylsum og kjöti. Ef við borðum mikið af mettaðri fitu geta myndst úr henni skaðleg efni sem setjast innan á æðavegina og stuðla að æðakölkun og sjúkdómum, til dæmis hjartaáfalli. Fjölómettuð fita úr plönturíkinu finnst meðal annars í smjörlíki og matarolíu. Feitur fiskur inniheldur líka mikið af fjölómettaðri fitu. Einómettuð fita er þó líklega hollasta gerð fitunnar, einkum fyrir æðar líkamans. Hún finnst meðal annars í ólífuolíu og repjuolíu.
Frumurnar byggja sín eigin prótín
Prótínin í fæðunni sundrast í maga og smáþörmum í amínósýrur sem berast með blóði til frumnanna. Þar eru þær notaðar þegar frumurnar smíða sín eigin prótín. Í líkama okkar eru þúsundir mismunandi prótína og hvert þeirra gegnir sínu sérstaka hlutverki. Í hverri frumu er um einn milljarður prótínsameinda. Flest prótínanna eru ensím og án þeirra gætu nauðsynleg efnahvörf ekki farið fram. Prótín eru þó líka notuð sem byggingarefni í frumunum. Í vöðvafrumum eru til dæmis prótínþræðir sem valda vöðvasamdrætti, en í beinfrumum er annars konar prótín sem gerir beinin sveigjanleg. Sum prótín taka þátt í flutningi efna um líkamann. Það á til dæmis við um prótínið sem flytur súrefni blóðsins. Þetta prótín kallast blóðrauði (hemóglóbín).
Vítamín og steinefni
Frumurnar þurfa líka vítamín og steinefni til þess að starfa eðlilega. Vítamín eru lífsnauðsynleg efni en líkaminn þarf bara lítið af þeim. Þau gegna margvíslegum hlutverkum í frumunum, eins og að taka þátt í mikivægum efnahvörfum. Þau eru aðgreind með því að gefa þeim mismunandi bókstafi. Hin helstu þeirra er A-, B-, C-, D-, E- og K-vítamín.
Frumurnar þurfa einnig tugi mismundandi steinefna til að starfa eðlilega. Kalsín og fosfór eru til dæmis einkum nauðslynleg fyrir beinin og natrín og kalín eru nauðsynleg efni fyrir allar frumur. Við þurfum sum steinefni bara í mjög litlu magni. Þau efni kallast snefilefni. Járn er nauðsynlegt til þess að blóðrauðinn geti flutt súrefni um blóðið. Sink er hluti margra ensíma og er mikilvægt við græðslu sára. Joð er nauðsynlegt fyrir starf skjaldkirtilsins. Selen, króm og margan eru dæmi um enn önnur snefilefni. Þeir sem eru heilbrigðir og borða eðlilega fæðu fá yfirleitt nóg af vítamínum og steinefnum með fæðunni.
Um fæðuna á bls. 24 – 27 í bókinni mannslíkaminn Litróf náttúrunnar