top of page

Kynbundið ofbeldi á Íslandi

Í gengum árin á Íslandi hafa konur verið opnari með nauðganir og ofbeldi sem þær hafa orðið fórnarlambið. Heimilis og kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað hverju heimili sem er en enginn veit af því.

Frá árinu 2010 hafa aðspurðra konur svarað jákvæðu um að hafa verið beitt ofbeldi eftir 16 ára aldurinn. Rúmlega 22% kvenna hafa lent í ofbeldi í nánu sambandi eftir 16 ára aldurinn. Meðal fjölda á Íslandi var talið að um 44-49 þúsund kvenna hafa lent í því að verða að fórnarlambi.

Næstum því allir viðmælendur eru sammála um að börn sem eru vitni eru líka fórnarlömb ef ofbeldi stendur gegn móður eða á milli foreldra. Þetta hefur skaðleg áhrif á börnin. Foreldrar telja sig oftast geta falið ofbeldið fyrir börnunum en fá svo áfall þegar að þau komast að því hversu mikið þau vita nú þegar um þá skelfilegu atburði sem hafa átt sér stað innan veggja heimilisins.

Oftast muna börnin eftir þessu mörgum árum síðar. Mörg börn þjást þá í leyni og fá engann stuðning.

Ofbeldi gegn körlum er hins vegar talið vera ekki jafn alvarlegt. Það eru miklu fleiri tilkynningar frá konum en körlum og er talið að karlmenn skammast sín svo mikið fyrir að lenda í þessu að þeir halda því leyndu í langan tíma. En mjög oft er reynt að segja við alla eitthvað til að hjálpa þeim í gegnum þetta og þá frekar er tilkynnt svona hræðilega hluti sem eiga eða áttu sér stað í lífi fórnarlambanna.

Í könnuninni var heimilisofbeldi skilgreint sem löðrungar, barsmíðar, spark, þvingun til kynlífs og ennfremur misþyrmingar sem ekki eru líkamlegar, eins og til dæmis hótanir, sífelldar niðrandi athugasemdir og stjórnsemi.

 

bottom of page