top of page

Loftslag vegna eldgossins í Holuhrauni

 

 

Mengun vegna eldgossins í Holuhrauni hefur mælst mest eins og vitað er á Suðvesturlandi. Mengunin er ekki skaðleg mönnum en hún gæti valdið óþægindum hjá viðkvæmum. t.d. fólki með asma og aðra öndunarsjúkdóma. Ekki er mælt með að ungabörn sofi úti á meðan mesta mengunin geingur yfir. Áreynsla utandyra er ekki góð mönnum né dýrum. Ekki er ráðlagt dýraeigendum að hleypa dýrunum nálægt gosinu. vegna losun koltvísýrings sem gæti valdið köfnun.                                                                    

 

 

Úr eldgosinu í holuhrauni losna gosefni. Þau fara út í andrúmsloftið og geta haft áhrif á heilsu manna. Gosefnin sem eru algengust eru vatn (h2o), koldíoxíð (co2), brennisteinsdíoxíð ( so2), kolmónoxíð ( co ), vetnisklóríð (HCI), vetnisflúoríð (HF) og helíum (HE) en minna af því.

 

Mestu áhrif á heilsu manna eru út af so2, einkennin eru oft ertingur í hálsi,augum og öndunarfærum og ef efnið er mikið getur fólk fundið fyrir öndunarerfiðleikum. Fólk með astma, berkjubógu, lungnaþembu eða hjartasjúkdóma er viðkvæmara fyrir brennisteinsdíoxíðinu en annað fólk og fær einkenni við lægri styrk en aðrir. Ekki er vitað að börn séu viðkvæmari fyrir þessu en annað fólk en allur er varinn góður og er ágætt að láta börn gera eins og hinir sem eru með öndunarsjúkdóma.

 

Þess vegna er það mikilvægt að fylgjast með styrk so2 í andrúmsloftinu. Það sem hefur áhrif á magn so2 er það magn sem losnar úr gosinu, en líka vindáttir og vindstyrkur.

 

Efni í gosinu

 

Efni                                                  Er það skaðlegt?

Brennisteinsdíoxíð                     Skaðlegt í miklu magni

Svifryk                                            Skaðlegt ef það kemst í öndunarfæri

Brennisteinsvetni                       Skaðlegt í miklu magni

Koldíoxíð (co2)                             Meinlaust

Kolmónoxíð (co)                          Heilsuspillandi

Köfnunarefnisoxíð                     Skaðlegt í miklu magni

Óson                                               Skaðlegt fyrir menn og plöntur

 

 

 

 

bottom of page