top of page

Lýðræði

Lýðræði

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólkið velur valdhafa eða skiptir um þá. Lýðræði getur líka snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í samfélaginu. Gjarnan er gerður greinamunur á tvenns konar hugtökum um lýðræði, stjórnskipunarlýðræði og ákvörðunarlýðræði.

Í strjórnskipunarlýðræði getur samfélagið valið og skipt um valdhafa á friðsaman hátt. Andstæða lýðræðis í þessu samhengi eru t.d. konungsvald, harðstjórn eða stjórnleysi.

Í ákvörðunarlýðræði er hugsað um hvernig hægt er að taka ákvarðanir í hópi fólks. Ákvörðunin getur verið lýðræðisleg í þessum skilningi hvort sem hún er ákvörðun krakka um að kaupa bland í poka frekar en súkkulaði eða ákvörðun þjóðar um að afsala sér fullveldi eða sjáfstæði.

 

Í einræðisríki er allt ríkið í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið hafi eitthvað að segja um það.

 

bottom of page