Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Mannréttindi
Þessi réttindi eru óháð öllu öðru en að við erum menn. Við eigum öll þann rétt að lifa og ekki má loka okkur inni eða hindra frelsi okkar að ástæðulausu. Allir mega tjá sínar skoðanir og ekki er hægt að banna fólki að vinna eða læra það sem það vill og getur. Ekkert okkar á að þurfa að búa við hungursneyð eða húsnæðisleysi. Mannréttindi eru óháð stétt, stöðu, fjölskyldu, atvinnu, trú og menningu fólks. Mannréttindi fylgja öllum. Frá vöggu til grafar. Litarháttur, kynferði, þjóðerni, tunga eða stjórnmálaskoðun breytir engu. Að einfaldlega vera til veitir manni rétt til að njóta mannréttinda til jafns við alla aðra. Þeim rétti má ekki svifta fólk og það getur ekki gefið frá sér þessi grundvallarréttindi. Mannréttindi eiga að koma í veg fyrir að yfirvöld ráðskist með fólk eins og þeim sýnist og skapi því óbærileg lífskjör.

Á myndinni sést stúlka sem er að gefa litla stráknum Alex vatn við neyðarskýlið.
Tekið úr bókinni Mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason