Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Móðuharðindin
Móðuharðinn voru hörmungar eða áhrif náttúruhamfara sem urðu á Íslandi Skaftáreldum 1783-1785. Móða eða eiturgufa lagðist á jörðina, gras sviðnaði og búfénaður féll. Talið er að um 75% búfjár hafi þá fallið og fimmti hver maður eða um 10.000 íslendingar hafi dáið. Móðuharðindin hófust með eldgosi 8. júni 1783 í Lakagígum en þeir í einhverja mesta hraungosi á allri jörðunni á sögulegum tíma. Samtímalýsing eldsumabrotanna og áhrif þeirra í nærliggjandi sveitum eru í eldriti séra Jóns Steingrímssonar síðar nefndur eldklerkur sem hann lauk við að skrif árið 1788. Veðurfar breittist á meðann hörmungunum stóð. Gosið var svo kröftugt að brennisteinsoxíð náði í heiðhvolf og hiti lækkaði. Áhrifa gosinss gætti víða um heim. Hugsanlega má rekja uppskerubrest sem var víða í Evrópu sumarið 1783 til gosinss en slæmt sumar og kulda vetur í kjölfarið juku vandræði frakka í aðdraganda frönsku byltingarinar
