top of page

Nelson Mandela

 

Hann fæddist 18. júlí 1918 og var fyrsti lýðræðislega kjörinn forseti Suður-Afríku. Hann heitir samt í raun Rolihlahla Mandela en hann fékk þetta enska nafn þegar hann fór í skóla að reyna að verða lögfræðingur og kennslukonan gaf öllum enskt nafn, síðan þá var hann yfirleitt kallaður Nelson. Hann var þrígiftur og eignaðist 6 börn, 2 stráka og 4 stelpur. Nelson var einn mesti baráttumaður blökkumanna gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. Hann var til að mynda í forystusveit innan samtakanna ANC eða Afríska þjóðarráðinu. ANC barðist fyrir því að svartir myndur fá sömu réttindi og þeir hvítu, og þeir börðusst með allskonar verkföllum, brenndu vegabréf og brutu gegn nokkrum kynþáttalöggjafarinnar. Friðsæl mótmæli voru haldin árið 1960 gegn vegabréfalögum sem enduðu mjög illa og það dóu margir. Eftir þessi mótmæli bönnuðu stjórnvöld ANC og allir leiðtogarnir voru handteknir fyrir undirróðusemi, þar á meðal Nelson Mandela og var hann þá dæmdur í lífstíðarfangelsi. Mendela var samt stundum boðið að sleppa úr fangelsi ef hann myndi hætta að berjast fyrir réttindum svartra. Mandela sagði að hann væri jafn frjáls í þessum ljóta klefa og þarna úti ekki í steininum. Árið 1989 báru blökkumennirnir árángur, eftir mikla streitu þá sammþykkti Frederic W. De Klerk að slaka á kynþáttaaðskilnaðarstefnunni og ári seinna var Mandela sleppt úr fangelsi eftir 27 ára vist. Þremur árum seinna voru Mandela og De Klerk veitt friðarverðlaun Nópels fyrir þessi afrek. Ári seinna 1994 var fyrsta lýðræðislega forsetakosningin í Suður-Afríku og Mandela bauð sig fram og vann stórkostlegann sigur og var forseti frá árinu 1994 – 1999. Mandela barðist ekki einungis fyrir réttindum svarta þó það sé það sem hann er lang þekktastur fyrir enda er hann líka sá maður sem hefur orðið lengst ágengt með að jafna bilið milli svartra og hvítra í heiminum. Mandela byrjaði líka stóra baráttu gegn alnæmi eftir að hann hætti sem forseti. Baráttan um alnæmi hét eftir fanganúmerinu hans 46664 þegar hann sat í steininum á Robben-eyju. Mandela var talsmaður friðar, sáttar og félagslegs réttlætis og stofnaði hann Nelson Mandela Foundation þar sem hann barðist fyrir þessu þrennu. Hann stofnaði líka Truth and Reconciliation Commission (TRC) en það stofnaði hann til að rannsaka mannréttindabrot í aðskilnaðarstefnunni. Hann opnaði húsnæði undir menntun og hjálp til að bæta skilyrði blökkumanna og árið 1997 lét hann breyta stjórnarskránni gífurlega sem gat svörtum jöfn réttindi og hvítum. Mandela dagurinn var haldinn þann 18. júlí 2009 til að heiðra Mandela og allt sem hafði gert fyrir heiminn. Dagurinn var aðallega styrktur af Nelson Mandela Foundation og 46664. Seinna sama ár lýstu Sameinuðu Þjóðirnar því yfir að þessi dagur skyldi héðan í frá heita Nelson Mandela International Day.

bottom of page