top of page

Sagan

 

 

 

Textíll er hlutur gerður úr trefjum sem oftast er búið að gera að þráð sem er notaður í vefnað, prjón, hekl, fléttun og þæfingu. Framleiðsla textíls eru mikilvægt handverk, Textíll hefur alla tíð verið gerður með vélum eða tækjum hvers tíma og tækni hvers tíma. Samt sem áður þá er hefðbundinn vefnaður (einskefta, vaðmál og satín vefnaður nánast eins framleiddur og gert var til forna þ.e.a.s. með tækjum sem þá tíðkuðust. Þegar framleiðsla textílefna hér á Íslandi má sjá að mikið hefur dregið úr heimilisiðnaði frá 18. öld fram til dagsins í dag. Sumar aðferðir við vinnslu textílefna hafa því viðhaldist betur en aðrar líkt og hekl og prjón, en vefnaður hefur hins vegar horfið að mestu. Úr textíl er hægt að gera vaðmál, sem var mest selda og mikilvægasta textílefnið sem var til. Úr veðmáli er hægt að gera skó, föt, teppi og margt annað. Það er áhugavert að sjá hvað vefnaðurinn dróst mikið saman um það leyti sem við byrjuðum að flytja inn textílefni. Þó vefnaður hafi minnkað var hann enn talsvert iðkaður heima við og mátti finna vefstól á nánast hverju heimili á Íslandi fram að nítjándu öld. Rysjótt veðurfar og léleg híbýli leiddu til þess að hver landsmaður þurfti mörg lög af fatnaði. Næg textílefni voru því nauðsynleg og vinna þurfti efnið á þann hátt að það skýldi fólki sem best. Það má því ætla að Íslendingar hafi haft góða tæknilega kunnáttu í gerð textílefna.d let your users kno

bottom of page