Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
SJÚKDÓMAR Í BLÓÐI
Sjúkdómar í blóði og hjarta
Hvernig er hjartað rannsakað?
Þegar hjartað er hlustað með hustpípu heyrast tvö hljóð ef allt er eðlilegt. Annað myndast vði að að lokurnar milli gátta og hvolfa skella aftur og hitt þear lokurnar milli hvolfa og stóru slagæðanna seklla aftur. Með því að hlusta á hjartað getur læknir komist að því hvort lokurnar virka eðlilega. Læknar geta enn fremur rannsakað rafboðin í hjartanu og starf hjartans með hjartarafriti. Mynstur rafboðanna breytist í mörgum hjartasjúkdómum. Hjartarafritið auðveldar læknunum ap greina slíka sjúkdóma.
Þú getur lesið meira um fleiri sjúkdóma hér fyrir neðan.
Við getum greint sjúkdóma með blóðprófi
Í blóðinu eru blóðfrumur, hormón, steinefni, prótín, og ýmis næringar. Ef við veikjumst geta samsetning og eiginleikar blóðsins breyst. Blóðpróf getur því auðveldar læknum að upgötva margvíslega sjúkdóma. Til dæmis getum við mælt styrk sykurs í blóðinu og kannað þannig hvort um sykursýki sé að ræða. Þá mælist blósykurinn allt of hár.
Hvítblæði - krabbamein í blóði
Hvítblæði er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist hjá um það bil 25 manns á ári hér á landi. Sjúkdómurinn lýsir sér með því að hvítkornin fjölga sér stjórnlaust og verða allf of mörg. Hvítblæði er greint með prófi sem er gert á blóði og beinmerg. Sjúkdómurinn getur lagst á börn en nú er hægt að lækna flesta með því að nota séstök lyf sem eru fruueitur. Suma hvítblæsjúkinga má lækna með því að gefa þeim nýjan beinmerg með blóðstofnfrumum sem geta myndað ný, heilbrigð hvítkorn.
Hár og lágur blóðþrýstingur
Hjá fullorðnu fólki er hann oft um það bil 120/80, en nokkru lægri hjá þeim sem yngri eru. Hærri talan sýnir þrýstinginn þegar hjartað dregst saman en sú neðri þrýstinginn þegar hjartað hvílist. Það er talsvert algengt að fullorðið fólk sé með of háan blóðþrýsting (háþrýsting). Fólk finnur sjaldnast fyrir þessu sjálft heldur kemur þetta fram þegar blóðþrýstingur er mældur. Háþrýstingur getur skemmt æðarnar og hjartað. Oft tekst að halda þessum kvilla niðri með lyfjagjöf.
Við kíktum til Binnu og fengum að tékka á blóðþrýstingnum. Mælirinn hennar var reyndar eitthvað bilaður en við prófuðum samt. Stefán mældist með 125/74 og púlsinn 69.
Lost vegna blóðmissis eða ofnæmis
Ef einhver missir mikið blóð, til dæmis í umferðarslysi, getur það valdið losti. Það starfar af því að of lítið er af blóði í æðunum til að halda eðlilegum blóðþrýstingi uppi. Maðurinn náfölnar þá og honum verður kalt og hann getur misst meðvitund. Lost er meðal annars meðhöndlað með því að gefa vökva í æð sem eykur rúmmál blóðsins. Lost getur líka safað af ofnæmisviðbrögðum. Þeir sem eru til dæmis með mikið ofnæmi fyrir geitungum eða hnetum geta fengið lost. Við slíkt ofnæmislost víkka æðarnar og blóðþrýstingurinn lækkar snögglega. Mikilvægt er að komast þá fljótt undir læknishendur.
Æðakölkun og hjartakveisa
Sjúkdómar í hjarta og æðum orsaka tæplega helming allra dauðsfalla hér á landi og árlega deyja hér um 700 manns af þessum völdum. Æðakölkun (fituhrörnum) er algeng orsök sumra þessara sjúkdóma. Æðakölkun lýsir sér með því að fita og kalk sest innan á veggi æðanna svo að þær verða þröngar og missa teygjanleika sinn. Tóbaksreykingar, hár blóðþrýstingur og mikil blóðfita ýta undir æðakölkun. Kölkun í kransæðum er algengur kvilli hjá eldra fólki. Þá fær hjartavöðvinn of lítið súrefni því að rennsli blóðsins um þessar æðar verður þá minna en eðlilegt er. Ef kransæðarnar flytja ekki nægilegt blóð fylgir því oft sár verkur fyrir brjósti, einkum við áreynslu.
Hjartaáfall og heilablóðfall
Æðakölkun eykur einnig hættuna á að blóðtappar myndist, en þeir geta stíflað æðarnar. Ef ein eða fleiri kransæðar í hjartanu stíflast fær fólk hjartaáfall hluti hjartavöðvans fær þá ekkert blóð og sá hluti skemmist vegna súefnisskorts. Þeir sem fá jartaáfall verða að komast sem fyrst á sjúkrahús. Verkir fyrir brjósti geta stafað af mörgum öðrum orsökum. Margt ungt fólk getur fundið stingi fyrir brjósti í nokkrar sekúndur þessir stingir eru algerlega hættulausir og eru oft vegna taugaboða sem koma frá taugum við rifbeinin eða magann. Heilablóðfall stafar af því að blóðtappi stíflar æð í heila. Þetta er algengara en heilablæðing, sem stafar af því að æðopnast í heila og veldur blæðingu inn í vefina umhverfis. Heilablóðfall og heila-blæðing eru stundum kölluð einu nafni slag.
Bólga í hjartavöðvua
Algengar veiru- eða bakteríusýkingar geta stundum náð til hjartavöðvans og valdið hjartavöðvabólgu. Þótt hún sé oftasst hættulítil getur hún stundum leitt til breytinga á takti hjartsláttarins svo að hjartað dælir verr en venjulega. Mikil áreynsla er óheppileg ef fólk er með sýkingu því að það eykur hættuna á hjartavöðvabólg. Þess vegna skaltu ekki fara í ræktina eða á íþróttaæfingu ef þú ert með kvef eða hita.
Þegar ónæmiskerfið bregst ekki rétt við
Við getum orðið veik vegna þess að ónæmiskerfi okkar starfar ekki rétt. Ofnæmi, til dæmis exem, astmi og heyofnæmi, stafar af því að hvítkornin bregðast of harkalega við tilteknum efnum. Varnarfrumurnar láta þá frá sér efni sem valda bólgum og öðrum einkennum.
Ónæmiskerfið getur brugðist þannig að það greinir ekki réttilega milli þess sem er líkamanum eðlilegt og þess sem er honum framandi. Það getur orðið til þess að varnarfrumurnar ráðast á eigin frumur í lakamanum. Sykursýki hjá börnum orsakast til dæmis af því að ónæmiskerftið eyðileggur frumurnar íi brisinu sem framleiða hormónið insúlín. Gigtarsjúkdómar stafa af því að varnarfrumur líkamans ráðast á liðina og valda bólggu, stirðleika og verkjum.
Tekið úr bókinni Mannslíkaminn bls. 52-55
