top of page

Vatnsmengun

Hugmyndir að úrbótum

 

Skólp

Skólp er einn af mörgum völdum mengunar vatns. Til að koma í veg fyrir mikla skólpmengun. Í skólphreinsun með örverum er 1,2,3 stigs hreinsun.

 

Þar sem úrgangur dýra brotnar niður náttúrunni með hjálp örvera fóru menn að nota örverur við hreinsun skólps.

 

Fyrsta stigs hreinsun skólpsins hér fer fram með því að efni í sviflausn (e. suspension) setjast til og skiljast frá uppleystum efnum. Þegar skólpið kemur inn í hreinsistöðina er það síað til að taka allar spýtur, plastpoka og fleiri stóra hluti sem gætu haft áhrif á hreinsunina. Skólpvatnið flæðir svo í svokallaðan fyrsta stigs tank sem virkar eins og setskál þar sem þyngri agnarefni setjast til botns. Olía sem flýtur á yfirborðinu skal fjarlægja. Þessi fyrsta stigs hreinsun er fyrst og fremst ferli þar sem vökva hluti skólpvatnsins er aðskilið frá sökkvandi þurrefnum eða leðju ásamt fljótandi ögnum

 

Í tveggja þrepa skólphreinsun er síðara stigið ferli sem notast við örverur til hreinsunarinnar. Vökvinn frá fyrsta stigs tankinum er nú fluttur yfir í annan tank (annars stigs tank) og er þar loftaður.

Skólp

bottom of page