Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Íslenska
Langflestir á Íslandi hafa íslensku fyrir móðurmál en íslenska er aðeins töluð á Íslandi. Íslenska er í aðalnámskrá grunn-, og framhaldsskóla en öll börn eiga rétt á að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir fluttning frá heimalandi. Íslenska er Norður Germanskt tungumál, stærsti hluti orðaforða forníslensku hefur varðveist í nútímamáli. Þess vegna er frekar auðvelt fyrir Íslendinga að lesa gamla texta, að minnsta kosti Íslendingasögurnar. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu.
Danska, norska eða sænska eru móðurmál nær 80 prósenta Norðurlandabúa en Íslenska er skyldari norsku og færeysku en donsku og sænsku þótt öll þessi tungumál eigi sama uppruna.
Landnámsmenn fluttu með sér tungumál sitt þegar þeir settust að á Íslandi. Flestir komu þeir frá Vestur-Noregi en einnig frá öðrum hlutum Noregs. Einhverjir komu frá Danmörku og Svíþjóð ef treysta má fornum heimildum.
Þegar landnámsmenn komu til Íslands komu þeir með fanga frá Írlandi komu nokkur keltnesk orð í málinu þótt áhrifin hafi aldrei orðið mikil.
Árið 2006 var gefin út Stafsetningarorðabók sem c,q,z og w vantaði. Þegar hún var gefin út 2002 voru þeir stafir sagðir viðbótarstafir. Ef við skoðum gamlar íslenskar bækur sjáum við yfirleytt z þar sem ég myndi í dag setja s.
Íslensk málnefnd leggur áherslu á að íslenska skuli vera það tungumál sem notað er alls staðar í íslensku þjóðfélagi, jafnvel þó enska verði sífellt meira áberandi í alþjóðlegu samhengi og þess vegna held ég að fullorðnir vilji oft ekki að unga fólkið byrji að setja ensku slettur í daglegt mál. Sem er mjög erfitt það sem við notum síma, tölvur og horfum á sjónvarpið á hverjum degi og langflest er á ensku. Vegna málbreytinga í íslensku í gegnum skil ég ekki öll orð sem voru í gamla daga t.d. orð sem amma og afi kunna skil ég ekki og öfugt. Íslenska er alltaf að breytast og hefur breyst mikið í gegnum árin. Orð hafa horfið úr málinu og ný orð hafa borist inn í málið.
