Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Ég heiti Snorri Sturluson og ég fæddist árið 1179. Frá þriggja ára aldri ólst ég upp í fóstri hjá Jóni Loftsyni í Oddi. Ég var mjög heppinn því þar hafði ég aðstöðu til að mennta mig. Ég bjó hjá pabba mínum Strurlu Þórðarsyni og konunni hans, tveimur albræðrum og fullt af hálfsystkinum þangað til ég var þriggja vetra. Það var mjög erfitt fyrir mig að fara frá fjölskyldunni minni. Fyrst fékk ég alltaf mjög mikla heimþrá, sérstaklega á kvöldin vegna þess að mamma var vön að setja mig í rekkjuna mína en ég vandist því fljótt að vera hjá Jóni því hann var mjög góður maður.
Þegar ég var 18 ára dó Jón. Það var mjög mikið áfall fyrir mig. Ég var lengi sorgmæddur en ég hélt áfram að eiga heima í Odda. Ég kynntist konu sem hét Herdís við urðum mjög ástfangin og ég giftist Herdísi sem var dóttir Bersa á Borg á Mýrum og fékk hann með henni mikið fé í heimamund (peningur eða gersemar sem faðir hennar borgaði í hjónabandið) og goðorð föður hennar sem er landið sem hann átti þegar hann lést. Við eignuðumst saman tvö börn þau Hallberu og Jón murta. Ég varð mjög ríkur á stuttum tíma. Fyrst bjuggum við Herdís í Odda, fluttum síðan í Borg á Mýrum en ég flutti síðan í Reykholt en Herdís varð eftir í Borg. Eftir að ég flutti græddi ég miklu meiri pening og enn meiri þegar bróðir minn lét mér eftir hálft goðorð sitt sem hann átti í Borgarfirði og ég eignaðist fleiri goðorð. Þá var ég mjög virtur og höfðingi vegna auðsins míns. Ég var sagnaritari og stjórnmálamaður en allraskemmtilegast fannst mér að skálda. Ég skrifaði Snorra-Eddu, Heimskringlu og sumir fræðimenn telja að hann hafi skrifað Egils sögu Skallagrímssonar. Ég fór til Noregs í nokkur ár. Hákon Noregskonungur líkuðu ekki við hvorn annan en ég og Skúli vorum hins vegar góðir félagar og þegar Skúli gerði misheppnaða uppreisn gegn Hákoni studdi ég hann og þá líkaði Hákoni ekki við mig. Eftir að ég hafði frétt af falli skyldmenna minna vildi ég snúa aftur heim til Íslands en það gerði ég gegn á vilja konungs sem var mjög reiður við mig fyrir að hafa gengið í lið með Skúla jarli. Hákon vildi því refsa mér fyrir svikin og fékk Gissur Þorvaldsson úr liði Haukdælatil þess að hafa uppi á mér og drepa mig. Gissur hélt ásamt sjötíu manna liði að Reykholti þar sem ég bjó með fjölskyldu minni og kom þangað um nótt 23. september árið 1241. Það voru þeir Markús Marðarson, Símon knútur, Árni beiskur og Þorsteinn Guðinason, Þórarinn Ásgrímsson sem réðust á mig. Þeir komu að mér í kjallaranum þar sem ég var og náðu mér varnarlausum og ætluðu að höggva af mér hausinn.
„Eigi skal höggva,“ sagði ég.
„Högg þú,“ sagði Símon.
„Eigi skal höggva,“ sagði ég.
Eftir það veitti Árni mér banasár.
Snorri Sturluson
