top of page

 

Staða mín í samfélaginu

Réttindi, Skyldur og Gildismat.

 

Við erum öll þátttakendur í samfélaginu að vissu leiti t.d. skólabörn, verkafólk, öryrkjar, sjómenn, skrifstofufólk o.fl. Við erum öll flokkuð niður í ákveðna hópa eftir því hvar við fæðumst í stéttarfélaginu og hvað við ákveðum að læra eða gera með framtíð okkar. Hvað sem við veljum þá erum við alltaf greind í hópum og þess vegna er staða okkar mjög mikilvæg því ei er hópur án einstaklinga.

 

Réttindi mín

 

Ég sem 16. ára einstaklingur í íslensku samfélagi má ég vera úti til 22:00 á veturnar og 24:00 á sumrin. Ég má velja hvaða framhaldsskóla ég sæki um í og hvar ég sæki um vinnu. Ég hef rétt á tjáningu -, skoðana og trúar frelsi. Ég hef rétt á því að komið sé fram við mig sem einstakling en ekki tölu á blaði. Ég hef rétt á að eiga venjulegt líf óháð kynþætti , trú og kyni. Minn réttur skiptir mig máli og að ekki sé brotið á honum.

 

Skyldur mínar

 

Ég hef skyldum að gegna fyrir samfélagið þótt ég sé aðeins 16. ára og þær eru t.d. að vera í grunnskóla frá 6 til 16 ára aldurs , fara í framhaldsskóla læra eitthvað og síðan vinna við það. Skatta skylda , undir lögaldri og þarf því að fara eftir því sem foreldrar mínir segja upp að skynsamlegum mörkum , kurteisi, og að fara eftir öllum reglum skráðum sem óskráðum, að taka afstöðu í vissum málum og svo margt fleira.

 

Gildismat mitt

 

Það sem met sem mikilvægt er sannleikur, traust, virðing fyrir skoðunum annara,

jafnrétti milli kynja, lýðræði, að hafa val, frelsi og skynsemi.

 

bottom of page