top of page

Svarti dauði

 

Þegar þú heyrir orðir Svarti dauði, þá hugsar þú um þessa veiru sem gekk um. Ekki satt? En það er svo miklu meira að segja frá heldur en bara að fólk lést, eitt og eitt. Svarti dauði var nafn yfir nokkrum sjúkdómum. Þessi veira barst um heiminn á 14.öld en kom í fyrsta sinn til Íslands árið 1401 og stóð til 1404. Margir halda og segja að veiran hafi komið frá Asíu og borist með rottum. Pestin gekk í Evrópu 1348-1350, en hún barst ekki til Íslands svona snemma vegna þess að engin skip komu þessi tvö ár sem veiran var hvað skæðust. Ef þeir tóku áhættuna að fara (sjómenn) þá létust þeir á leiðinni af afleiðingum pestarinnar. Þá komust skipin aldrei á leiðarenda. Á þessum tíma var mikill vöruskortur í landinu, og sagt er að það hefði þurft að leggja niður altarisgöngur um tíma útaf því að prestar höfðu ekki messuvín. Veiran spratt upp á ný síðar, en varð aldrei jafn hættuleg og hún varð fyrst.

Veikinni var oftast skipt í þrennt; blóðeitrun, kýlapest og lungnapest. 60-75% fórnarlambanna létust við kýla-pestina en 90-95% af þeim sem greindust með lungnaveiruna. Svo létust næstum allir sem fengu blóðeitrun, en þeir voru mjög óheppnir útaf það var sjaldgæfast. (Heimildir: Wikipedia.org youtube.com.)

 

bottom of page