Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Taugafrumur
Taugafrumur
Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til líkamanum. Taugaboð eru dauf raf og efnaboð. Þegar taugungur verður fyrir áreiti t.d. þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hluti þá myndast rafboð. Þegar taugaboð hefur vaknað flyst það sem veikur rafstraumur eftir himnu taugungs allt framm í símaenda hans. Þar verður rafboðið að efnaboði þegar taugaboðefni er losað út í taugamót. Það eru til ýmsar tegundir af taugungum en allir hafa þeir það sameiginlegt að hafa taugabol og taugaþræði. Einn hluti taugungsins er taugabolur, taugabolur inniheldur kjarnann og flesst önnur frumulíffæri. Allir taugaungar hafa eina eða fleiri griplur, taugaþræði sem flytja taugaboð til taugabolsins. Hver taugungur hefur einn taugasíma sem er tuagaþráður sem liggur frá taugabolnum og flytur taugaboð frá honum til annarrar frumu, ýmist annarra taugafrumu vöðvafrumu eða kirtilfrumu. Taugaboðefni eru mynduð í taugabolnum og flytjast eftir símanum í símaendana þar sem þau eru geymd í sérstökum seytibólum. Þegar taugaboð sem berst eftir himnu taugungs er komið í símaenda örvar það taugamótablöðrur til að færast að himnunni og losa taugabooðefni sitt út í taugamótin sem er örsmátt bilo á milli símaendanna og frumunnar hinum megin þeirra. Hinum megin mótanna tekur fruma upp taugaboðefnið og örvast. Ef þessi fruma er önnur taugafruma vaknar taugaboð í henni og berst áfram eftir himnu hennar. Ef fruman er vöðvafruma dregst hún saman og ef hún er kirtilfruma seytir hún afurð sinni út úr frumunni.
