top of page

Tímaás 870-2008

Landnám 870

Heimildir segja að Ingólfur Arnarson og konan hans Hallveig Fróðadóttir voru fyrstu landnámsmennirnir sem komu til íslands, talið er að þau komu árið 870. Frásagnir segja að Ingólfur og Hallveig voru ekki fyrst til landsins en þeir sem komu voru ekki lengi á landinu. Þegar Ingólfur og Hallveig komu áttu þau mikið verk fyrir höndum. Það vissi enginn neitt, allt var þakið trjám og það þurfti að höggva mikið. Á þessum tíma lifðu allir á landbúnaði. Allir þurftu að gera það sem þeir vildu. Talið er að landnámsmenn hafi aldrei komist yfir 50 þúsund á einni þúsöld. Okkur hefur fjölgað jafnt og þétt t.d. út af tækni, þróun og aukandi búfénaði. Svo seinna var byrjað að rækta korn en aðallega á Suður- og Vesturlandi. Svo var hætt að framleiða korn út af kólnandi loftslagi og bara núna á síðustu öld var byrjað að rækta aftur.

 

Alþingi stofnað 930

Það hlýtur að hafa verið mjög sérstök stemning á Þingvöllum árið 930. Síðan land byggðist var þar í fyrsta sinn komið fólk saman af landinu öllu, um sumarið. Fólkið sem var þar hlýtur að hafa fengið fregnir af öllu landinu. Fólkið kom þar saman vegna stofnun alþingis. Þannig varð Ísland eitt samfélag þar sem sömu lög giltu alls staðar. Lauk þá landnámsöld við stofnun alþingis árið 930. Þá hófst nýtt tímabil sem oft er kallað þjóðveldisöld. Með nafninu þjóðveldisöld er vísað til þess að landsmenn hafi stofnað með sér þjóðfélag sem þeir stjórnuðu sjálfir. Þjóðveldisöld var til áranna 1262-1264 þegar Íslendingar urðu þegnar Noregskonungs. Ísland er gott dæmi um það hvernig þjóð og samfélag verður til. Í dag er venja að skipta ríkisvaldinu í þrennt: framkvæmda-, löggjafar- og dómsvald. Alþingi fer með löggjafarvaldið sem þýðir að bara það hefur rétt til að setja lög fyrir landið. Dómstólar fara með dómsvaldið sem leyfir þeim einum rétt til að dæma. Allir dómar þurfa að byggjast á þeim lögum sem Alþingi hefur samþykkt. Framkvæmdavaldið er í ríkisstjórnar höndum sem ætlað er að framkvæma vilja Alþingis. Með því að skipta ríkisvaldinu á milli þriggja meginstofnana er reynt að hafa valddreifingu í samfélaginu. Markmiðið er að passa að mikil völd safnist á hendur fárra. Landsmenn geta haft áhrif á stjórn samfélagsins með almennum kosningum af því að íslenskt stjórnkerfi byggist á lýðræði.

 

Kristintaka 1000

Miklar deilur voru á þinginu og litlu munaði að það væri bardagi. Átökin voru um hvort Íslendingar ættu að taka kristna trú eða halda við heiðna trú. Til að forðast átök var látið Þorgeir Þorkelsson velja. Það tók langan tíma að ákveða að Íslendingar skyldu taka kristna trú. Þegar norskir menn námu land komu þeir ekki bara með föt og byrgðir heldur komu þeir einnig með menningu og lífsviðhorf sitt. Það flækti málið mikið að þeir höfðu ekki ritmál og engar bækur svo vitað er að höfðu verið eftir þá. Stór hluti Evrópu var heiðinn trú þegar landnám átti sér stað á Íslandi. Norðurlöndin tóku kristna trú á 10. Og 11.öld. Það tók Íslendinga langan tíma að verða alveg kristin trú. Konur gátu ekki orðið prestar og það þurfti að byggja kirkjur og klaustur, en þær konur sem vildu helga Guði líf sitt gerðust nunnur.

 

Gamli Sáttmáli 1262

Íslenska þjóðveldið leið undir lok árið 1262-1264. Á þessum tíma náði Gissur Þorvaldsson að fá bændur til að samþykkja að verða þegnar Noregs konungs og Ísland var skattland. Ísland átti að hlýða öllum lögum hans því Ísland væri skattland og setti lög sem kallast Gamli Sáttmálinn. Íslendingar hétu þess að hlýða sáttmálanum og þá þurftu þau að borga honum skatt. Að launum ábygist konungur öryggi þeirra gegn stríði. Sáttmálinn var gerður árið 1262 en var ekki endanlega staðfestur fyrr en árið 1264.

 

Ísland hluti Danaveldis 1380

Árið 1380 erfði Danakonungur norsku krúnuna en faðir hans hafði áður verið konungur Noregs. Þá komst Ísland í konungssamband við Danmörku og átti það samband eftir að haldast til ársins 1944. Ísland var fjarlægur og afskekktur partur þess en Danmörk lítið sjóveldi á miðöldum. Danir hugsuðu svolítið mikið um sjálfa sig og höfðu lítil afskipti af Íslendingum í byrjun og þess vegna gátu landsmenn að mestu farið sínu fram. Það bætist einnig við að tungumál Norðulandabúa höfðu tekið miklum breytingum á 14. og 15.öld á meða Íslendingar töluðu að mestu þá sömu norrænu og þeir höfðu alltaf gert. Það var erfiðara að skipa útlenda menn til embætta á Íslandi enda voru embættismenn Íslands að mestu íslenskir á miðöldum. Landsmenn nutu mikils sjálfræðis í ríki Danakonungs.

 

Svartidauði 1402

Plágan kom fram á 15.öld og miklar breytingar höfðu átt sér stað í atvinnulífi landsmanna. Plágan barst upphaflega til Evrópu um miðja 14.öld og olli miklum dauðsföllum, sérstaklega í Noregi. Þessi plága fékk nafnið Svartidauði en hún náði ekki til Íslands af því að áhafnir skipa dóu á leiðinni. Fjarlægð landsins verndaði landsmenn fyrir plágunni. Svartidauði barst hins vegar hingað til lands í byrjun 15.aldar og olli miklu manntjóni. Það er talið að um helmingur Íslendinga hafi látist á árunum 1402-1404. En landsmenn fengu að kenna á plágunni árin 1494-1495. En í þetta skipti var mannsfallið ekki jafn mikið en samt þó nokkuð margir. Í bæði skiptin tæmdust heilu sveitirnar og margir misstu ástvin. Þeir sem lifðu höfðu nóg pláss en þetta pláss vildu fáir fá því að þau vildu ekki taka bæinn frá öðrum.

 

Píningsdómur 1490

Pínigsdómur er samskonar stefnuskrá Íslenska bændasamfélagsins fram á 19.öld. Meginmálið var að koma í veg fyrir sjálfstæðan sjávarútveg og þéttbýlismyndun. Íslenskir bændur vildu koma í veg fyrir að útlendingar næðu að komast hér til áhrifa á þeirra kostnað. Píningsdómur var saminn á Alþingi árið 1490.

 

Siðaskipti 1550

Siðaskipti urðu í Danmörku árið 1536 þegar Danakonungur lagði undir sig kirkjuna og gerði boðskap Lútners að ríkistrú. Þannig taldi hann sig eiga allar kirkjur í landinu og þá líka á Íslandi. Barátta konungsvaldsins og kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var að hefjast. Eftir að Danir tóku yfir Viðeyjarklaustri lögðu menn konungs suður til að taka yfir fleiri klaustur. En sú ferð var ekki mjög heppileg. Þeir urðu svo djarfir að knýja að dyrum í Skálholti og þar lauk ferð þeirra. Menn biskups drógu fram vopn sín og drápu þá alla. Vald konungs varð ekki mikið stærra. Kaþólsku biskuparnir ætluðu ekki að sætta sig við siðaskipti. Konungur frétti af þessu og senti tvö herskip til að hertaka Ísland.

 

Tyrkjaránið 1627

Sjóræningjar gerðu víða usla í upphafi nýaldar og urðu jafnt sæfarar sem íbúar strandbyggða fyrir barðinu á þeim. Sjórán höfðu lengi tíðkast í Evrópu en þau jukust til muna upp úr aldamótunum 1600 þegar tyrkneskir sjóræningjar fóru að sigla um Atlantshafið. Tyrkjaveldi var mjög öflugt á þessum tíma. Það teygði sig frá botni Miðjarðarhafs um strönd Norður-Afríku langleiðina vestur að Atlantshafi. Ríki þeirra var því fjölþjóðlegt. Auk þess gengu margir evrópskir sjóræningjar til liðs við þá en þeir þekktu betur hvar helst væri að láta fanga í Atlantshafi. Sjóránin voru hluti af umfangsmikilli þrælaverslun og vöktu mannrán Tyrkja mikinn ótta víða í Evrópu. Skip Tyrkjaránsmanna komu frá Norður-Afríku en um borð var hópur sjóræningja. Á þessum tíma voru múslimar yfirleitt kallaðir Tyrkir enda náði veldi þeirra um stóran hluta hins múslimska heims.

 

Kópavogsfundurinn 1662

Þar sem Ísland var hluti af Danaveldi var þess vegna ekki langt þar til að konungur færi fram á að fulltrúar Íslendinga viðurkenndu einvildi hans. Það gerðist á Kópavogsfundinum árið 1662. Danir beittu þvingunum til að láta Íslendinga samþykkja einveldi konungsins. Með einveldinu afsöluðu landsmenn sér öllum fornum réttindum sem brutu í bága við einveldi konungs. Þar á meða voru ákvæði Gamla Sáttmálans felld úr gildi.

 

Bruninn í Kaupmannahöfn 1728

Mikil skelfing var í kaupmannhöfn dag einn árið 1728. Eldur hafði komið upp í borginni og barst húsa á milli með undraskjótum hætti. Fólk var allstaðar á hlaupum til að bjarga eigum sem var hægt að bjarga. Í einu húsanna kepptust menn við að bjarga bókum og handritum en tíminn var naumur. Þeir björguðu þó mikilvægustu ritum og bókum um landið. Það voru líka Íslendingar þarna, þar á meðal Árni Magnússon prófessor að bjarga helstu ritum um Ísland en hann náði ekki að bjarga öllu.

 

Móðuharðindin 1783

Sjúkdómsfaraldrar gátu drepið margt fólk og er til dæmis talið að sirka þriðjungur þjóðarinnar hafi dáið í stórubólu í upphafi 18.aldar. Hörmungar móðuharðindanna voru skelfilegar en talið er að um 20% landsmanna hafa fallið vegna þeirra sem sagt á árunum 1783-1785. Móðuharðindin hófust með rosalegu eldgosi í Lakagígum suðvestan undir Vatnajökli og eitruð aska eða mengun sem barst frá eldstöðvunum dreifðist um landið. Þá lagðist blá móða yfir landið og skyggði fyrir sólu. Eftir það fylgdu miklir kuldar og gróður eyðilagðist og þar með drápust dýr og svo menn. Á þessum tíma voru miklir jarðskjálftar á Suðurlandi sem eyðilögðu hundruð bæja. Íslendingar fækkuðu um 3 þúsund á 18.öld.

 

Reykjavík fær kaupstaðarréttindi 1786

Dönsk stjórnvöld höfðu verulegar áhyggjur af bágri stöðu Íslands eftir hörmungar móðuharðindanna. Þau stofnuðu nefnd sem fékk það hlutverk að koma með tillögur um viðreisn landsins. Það komu margar hugmyndir um hvernig ætti að bæta landið. 6 staðir á Íslandi fengu kaupstaðarréttindi árið 1786. Reykjavík hafði stækkað mikið á þessu ári. Það komu miklu fleiri verslanir þegar íbúar urðu fleiri.

 

Jón Sigurðsson fæddur 1811

Það var mikil spenna í hátíðarsal Lærða skólans dag einn árið 1851. Alþingi var þar saman komið til að ræða stöðu Íslands í danska ríkinu. Danska stjórnin hafði lagt fram frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að þingið færi einungis með ráðgjafahlutverk en hefði engin völd. Íslensku þingmennirnir kröfðust þess að þingið fengi vald til að setja lög auk þess sem ráðherrar landsins yrðu íslenskir. Fundurinn varð mjög langur og danir ákváðu að slíta fundinum en leiðtogi Íslendinga Jón Sigurðsson bað þá um orðið en var neitað. Jón mótmælti þeim málalokum og risu þingmenn þá upp úr sætum sínum og hrópuðu: Vér mótmælum allir. Miklar breytingar urðu í stjórnmálum Evrópu á 19.öld. Þegar Íslendingar fengu sjálfstæði árið 1944. Þá var þjóðhátíðardagurinn okkar nefndur eftir Jóni Sigurðssyni.

 

Stjórnarskrá 1874

Árið 1874 héldu Íslendingar mikla hátíð á Þingvöllum til að fagna 1000 ára afmæli byggðar í landinu. Alþingi hafði samþykkt að biðja konung að gefa þjóðinni stjórnarskrá við það tækifæri og vonuðust menn til að fá aukna sjálfsstjórn með henni. Kristján IX ákvað að þiggja boðið og hann kom til landsins með stjórnarskránna.

 

Heimastjórn 1904

Það var ekkert sérstakt árið 1904. Þá höfðu Íslendingar þá trú um að það væru eilífar deilur Alþingis um að fá framkvæmdavaldið til landsins hefði engu skilað. Þess vegna var mikill fögnuður þegar fréttir bárust rétt fyrir aldamótin 1900 að Danir væru tilbúnir til að stofna sérstakt ráðherraembætti Íslandsmála sem yrði líklega skipað Íslendingi.

 

Fullveldi Íslands 1.desember 1918

Undir lok fyrri heimsstyrjaldar óskuðu Íslendingar eftir því við Dani að fá að nota Íslenska fánann sem siglingafána. Viðbrögð Dana voru óvænt. Þeir lögðu til að sjálfstæðismálið yrði rætt í heild sinni og tóku Íslendingar boðinu fegins hendi. Danskir fjármálamenn höfðu hratt til þess að farið yrði að vilja Íslendinga. Þeir munu hafa lifað svo að góð viðskiptatækifæri væru á Íslandi þar sem mikil uppbygging væri fram undan hérlendis. Íslendingar og Danir komust að samkomulagi í Reykavík sumarið 1918 um beytt samband landanna. Ísland skyldi verða frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.

 

Ísland hernumið 1940

Bretar hernámu Ísland 10.maí árið 1940. Afstaða landsmanna til hernámsins var blendin. Þjóðarstoltið var sært en um leið myndaðist ákveðin öryggiskennd. Ástandið í Evrópu varð sífellt ískyggilegra. Sama dag og Bretar stigu hér á land réðust Þjóðverjar inn í Belgíu, Holland og Frakkland. Heimsálfan logaði í ófriði. Bretar höfu hraðar hendur til að finna bandamenn og þegar Ísland og Bretar urðu bandamenn komu mörg þúsund hermenn til landsins þá voru settar upp varðstöðvar.

 

Lýðveldi 1944

Þegar Ísland fékk fullveldi árið 1918 var gerður samningur við Dani sem kvað á um hvernig samband ríkjanna skyldi háttað næstu 25 árin. Að þeim tíma loknum gátu þjóðirnar sagt honum upp og slitið sambandinu. Íslendingar voru ákveðnir í að segja slitið við Dani og stofna eigið lýðveldi eftir að samningstíminn rynni út árið 1943. Samningurinn gerði ráð fyrir að þjóðirnar settust að samningaborði áður en til sambandsslita kæmi en aðstæður stríðsins komu í veg fyrir að það væri hægt.

 

Landhelgin færð í 200 sjómílur 1975

Útlend skip máttu ekki koma nær en 3 sjómílur frá Íslandi samkvæmt fiskveiðilögsögu Íslendinga. Bretar veiddu mestan hluta af sjávaraflanum og voru lang afkastamestir. Íslendingar endurnýjuðu togara sína og þá jókst veiðigeta þeirra mikið. Það var veitt allt of mikinn fisk á stuttum tíma þannig að skip veiddu minna og minna. Þá fóru stjórnvöld að hugsa um að stækka fiskveiðilögsöguna til þess að banna veiði útlendinga og takmarka veiði Íslendinga.

 

Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti fyrst kvenna 1980

Jafnréttisbarátta kvenna óx meðal landsmanna. Lög um fóstureyðingar voru breytt og jafnréttislög samþykkt. Auður Eir var fyrst kvenna vígð sem prestur og Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti Íslands fyrst kvenna. Konur byrjuðu fyrst að verða áberandi í íslenskum stjórnmálum eftir 1980. Með tímanum kláruðu fleiri konur háskólanámi heldur en karlar. Þær óxu og óxu en eru enn langt frá því að hafa sömu laun og völd og karlar.

 

Bandaríski herinn fer af landi brott 2006

Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir 55 ára veru á Miðnesheiði. Bandaríski fáninn verður dregin niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinni partinn í dag og sá íslenski dreginn að húni.

 

Bankahrun 2008

Uppsveifla efnahagslífsins náði hámarki árið 2007 en það ártal átti síðar eftir að verða tákn um græðgi og skort á jarðsambandi í hugum fólks. Fáeinar gagnrýnisraddir höfðu haldið því fram á umliðnum árum að velmegunin væri blekking þar sem hún byggðist á gífurlegri skuldsöfnun fyrirtækja og almennings sem samfélagið gæti ekki risið undir. Þeim var yfirleitt illa tekið og var því oft haldið fram að þeir sem þannig töluðu skildu ekki íslenska efnahagsundrið. Í upphafi árs 2008 skall hins vegar á alþjóðleg lánsfjárkreppa sem varð til þess að íslensku bankarnir áttu erfitt með að fá frekari lán. Bankakerfið hrundi í október árið 2008 þar sem bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Tjónið var gífurlegt. Ríkissjóður þurfti einnig að koma Seðlabankanum til aðstoðar þar sem ótrygg útlán hans kosuðu skattgreiðendur hundruð milljarða til viðbótar. (Heimildir: Sögueyjan 1-2-3)

bottom of page