top of page

Þungarokk

 

Þungarokk er ein háværasta gerð af rokki. Þungarokk talar um vandamál í samfélaginu, morð, ást og dauða. Hljóð þessarar tónlistar eru upprunnin úr versmiðjum. Ein af þessum hljómsveitum sem skópu þungarokk heitir Black Sabbath. Meðlimir þessarar hljómsveitar heita Tony Iommi, Geezer Butler, Ozzy Osbourne og Bill Ward. Þessir menn sköpuðu eina umdeildustu  tónlist í sögu tónlistar. Það var fjöldi af hljómsveitum sem gerðu þungarokk af því sem það er í dag. Þessar hljómsveitir eru t.d. Led Zeppelin, Judas Priest og Deep Purple. Þegar þessi tónlist var orðin fræg hófust miklar umræður um þessa tónlist. Það var til dæmis sagt að djöfullinn myndi menga sálar barna í Bandaríkjunum. Það var líka talað um að lögin hefðu leynd skilaboð sem lét þig fremja glæpi á borð við morð, rán og nauðgun. Eitt af bestu dæmunum er Judas Priest dómsmálið  þar sem hljómsveitin Judas Priest var ákærð fyrir dauða á tveimur unglingum sem styttu sér aldur. Fólkið sem ákærði þá voru foreldar unglinganna sem sögðu að það væru skilaboð í tónlist þeirra sem hefðu valdið dauða barna þeirra. En sönnunargögn þeirra voru ekki nógu góð þannig að hljómsveitinni var frjálst að spila áfram. Þegar fólk segir að þessi tónlist sé bara öskur og org er þaðekki  satt enda er einkennist tónlistin af flóknum hljóðum  og textinn fjallar oft um ástand í viðkomandi landi, morð o.fl. Þegar góður texti kemur með stórum riffum og háværum röddum og trommum þá fær maður þungarokk. (Heimildir:History of Heavy Metal Rockumentary Documentary Part 1 of 3 Youtube)          

bottom of page