top of page

Upphaf alheimsins

Síðan menn horfðu upp í himinn og sáu stjörnurnar þá hugsuðu þeir ´´ Hvernig varð allt þetta til? ´´ Þeir hófu að gera sögur um mikla guði sem gerðu heiminn, gaf þeim líf og réðu hvenær þeir deyja, hjálpuðu með veiði og ræktun af grjónum og fleira. En núna vitum við margt meira en forfeður okkar en við vitum ekki allt. Þegar Galileo Galilei horfði upp á himinn og sá tungl Júpiters íhugaði hann að jörðin fór í kringum sólina. En þetta var ekki ný hugmynd. Forn Grikkir höfðu hugsað um þetta meira en 1000 árum fyrr. Þessi kenning var bara smá hluti í því að byrja að skoða alheiminn eins og við þekkjum hann. Næstu 400 ár þá myndum við finna allar plánetur sólkerfisins, aðrar stjörnur, vetrarbrautir, svarthol og líf og dauða stjarna. En þessar kenningar eru bara smá mál miðað við upphaf Alheimsins. Það er löng saga sem fer meira en 13 milljarða ára. En sú saga væri of löng þannig styttum hana aðeins. Áður en Alheimurinn varð til, var ekkert. Ef hægt væri að sjá Alheiminn áður en hann byrjaði að þenjast út þá væri hann minni en punktur á þessari blaðsíðu. Þessi litli punktur var óímyndunarlega heitur og massa mikill. Þegar Alheimurinn þandist út hann var á sömu stærð og sólkerfið okkar á minna en sekúndu. Það var ekki til ljós á þessum tíma, það var bara geislun og hiti en eftir nokkrar sekúndur þá var nógu heitt fyrir fyrstu frumeindirnar að myndast. Það mynduðust líka mót-frumeindir sem er andstæða frumeindirnar. Þessir hlutir byrjuðu að springa og eyðileggja hvort annað en frumeindir voru aðeins meiri og þær dreifðu sér út um alheiminn sem gas af helíni. Gasinu var ekki dreift jafnt um allan alheiminn. Þá byrjaði þyngdarafl að vinna sína töfra. Meira og meira gas safnaðist saman. Það byrjaði að hitna á þessum punktum meira og meira þangað til að það varð nógu heitt að nýtt efni getur myndast í hjarta á þessum punktum sem við köllum stjörnur. Þá fæddist ljós og restin er önnur saga fyrir annan tíma.       

bottom of page