top of page

 

 

 

mengun

 

Það eru til margar gerðir af mengun. Helstu gerðir vatnsmengunar eru:

 

Saurgerlamengun.

Í saur eru sjúkdómsvaldandi örverur sem geta valdið hættulegum sjúkdómum eins og taugaveiki og/eða kóleru.

 

Lífrænt niðurbrjótanleg efni.

Samheiti yfir lífræn efni sem rotna vegna loftháðra lífvera. Dæmi um slík efni eru saur í skólpi. Það ef hætta á að þessar örverur klári súrefnið í vatninu og af því að flestar vatnalífverur geta ekki lifað án súrefnis getur þetta gert það af verkum að stór hluti vistkerfisins deyr.

 

Næringarefni

Bæði nitur og fosfór, geta valdið ofauðgun í vatni. Frumframleiðsla eykst og þegar frumframleiðandi deyr verður til mikið magn af lífrænt niðurbrjótanlegu efni. Næringarefnin geta komið frá áburði í landbúnaði, skólprfárennsli,útblæstri frá bílum og /eða iðnaði.

 

Þungmálmar

Eru í vatni sem kemur af þökum og götum. Það er sink í bárujáni, sem er vinsælt efni í þak á Íslandi. Blý getur verið í þakmálningu. Kopar og króm fara út í umhverfið við slit vélarhluta og bremsuborða, meðan sink, blý og kadmíum berast við slit á dekkjum.

 

Olíumengun

Olía getur lekið úr farartækjum eða þar sem olía er geymd. Olíuslys geta orðið þegar flugvélar hrapa eða þegar olíubílar velta. Þessi slys geta mengað bæði

yfirborðs- og grunnvatn.

 

Brennisteinsoxíð

losna út í umhverfið þegar eldsneyti brennur, við iðnaðarframleiðslu eða frá umferð. Brennisteinsoxíðin í loftinu tengjast við vatn og falla niður á jörðina sem súrt regn. Þetta getur valdið því að vötnin súrna.

 

Vatnsmengun

bottom of page