Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011 samkvæmt lögum um breytingu á Stjórnarráð Íslands sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010. Með lagabreytingunni voru heilbrigðisráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð og var velferðarráðuneytið stofnað á grunni þeirra. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Velferðarráðuneytið skiptist í nokkrar nefndir, eins og Félags- og fjölskyldumál og hún sér um: Barnavernd, barnaverndarstofu, kærunefnd barnarverndarmála, málefni fatlaðs fólks, þjónustu sjónskerta og blinda, málefni innflytjanda og flóttafólks og allt annað sem tengist Félags- og fjölskyldumála nefndinni. Svo eru það Almannatryggingarnar sem sjá um: Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraða, sjúkratryggingar, slysatryggingar, úrskurðarnefnd almannatryggingar og allskonar annað. Líka er Heilbrigðisþjónustan og hún sér fyrir: Heilsugæslu, sjúkrahúsunum, lyf, lækningatæki, ávana- og fíkniefni, réttindi sjúklinga og margt annað sem þér dettur í hug. Það er líka Lýðheilsa og forvana nefnd og hún sér um: Geislavarnir, tóbaksvarnir, ávengis- og vímuvarnir, sóttvarnir og margt annað. Líka er Lífvísindis og lífsfræðis nefnd sem sér um: Lífsýnasöfn, líffæragjafir og líffæraígræðslu, ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar og margt annað. Við erum líka með Húsnæðismálanefnd og hún sér um: Húsnæðislán, íbúðalánasjóð, húsaleigumál, húsaleigubætur, fjöleignarhús og margt annað mikilvægt. Það er líka Vinnumálanefnd og hún sér um: Félagsdóm, starfsmannaleigur, fæðingar- og foreldraorlof, vinnumálastofnun, atvinnuleysistryggingar og margt margt annað. En síðan erum við líka með Jafnréttisnefnd sem sér fyrir: Jafnrétti kynjanna jafnréttisstofu, kærunefnd jafnréttismála, jafnrétti á vinnumarkaði og allt sem þér dettur í hug um jafn rétti reyna þau að laga eða bæta. Svo er síðasta nefndin sem er með skýtið nafn og heitir Annað og sér fyrir: Græðara, kynáttunarvanda, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðar og úrskurðarnefndin sem sér um það sem á að ákveða í Annað nefndinni.
