top of page

Viðtal

 

  • Hvernig var tónlist á miðöldum?

  • Hún var mjög einföld. Á snemmmiðöldum var öll söngtónlist einradda, sem kallast mónófónía. Síðan í lok miðalda þróaðist þetta yfir í margradda tónlist, sem kallast pólýfónía.

  • Hvaða hljóðfæri voru algengust á miðöldum?

    Það voru lútur (forveri gítarsins) og alls konar tréflautur.

  • Hver voru bestu og frægustu tónskáldin á miðöldum?

    Það voru frönsku tónskáldin t.d. Marc-Antonie Charpentier og einnig þýska tónskáldið Heinrich Schütz.

  • Hvað hefur helst haft áhrif á tónlistina frá árinu 1900?

    Þá byrjar þróunin sem býr til poppið. Tónlist þræla í Bandaríkjunum, þessi þjóðsöngvatónlist breytist hægt og rólega yfir í ragtime, yfir svo í blús, gamla rokkið og rokkið svo í poppið.

  • Hvernig varð tónlist til?

    Hún varð til um leið og maðurinn því að við höfum öll þörf fyrir að finna einhvern takt og að skapa. Kannski hafa einhverjir setið við eld og einn byrjað að slá saman steinum. Hún heldur að tónlist hafi verið hægt og rólega til með því að einhver hafi bara búið til einhvern takt með steinum eða einhverju öðru.

  • Hvert var frægasta tónskáld allra tíma?

    Johann Sebastian Bach eða Wolfgang Amadeus Mozart.

bottom of page